Öryggis- og heilsustefna

Mynd: Þórdís Björt Sigþórsdóttir

Öryggi, heilsa og gott vinnuumhverfi er alltaf í forgrunni hjá Umhverfisstofnun.

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að vinna samkvæmt viðmiðum um heilsueflandi vinnustaði og vinnur þannig að sífelldum umbótum með markvissum hætti að góðri öryggis- og heilsumenningu.

Öryggi

Öryggi starfsfólks og almennings er alltaf í forgrunni hjá Umhverfisstofnun. Ekkert verkefni er svo mikilvægt að hætta megi öryggi fólks við framkvæmd þess.

Umhverfisstofnun er til fyrirmyndar í öryggismálum og einsetur sér að  vernda þau sem starfa fyrir stofnunina með því að skapa slysalaust vinnuumhverfi þar sem ekkert starfsfólk eða aðrir bíði heilsutjón vegna starfseminnar.

Allir sem starfa fyrir Umhverfisstofnun eru ábyrgir fyrir að gæta að eigin öryggi, tala fyrir auknu öryggi samstarfsfólks síns og leitast við að koma auga á, meta og stjórna áhættum í vinnuumhverfinu.

Hreyfing og heilbrigði

Starfsfólk er stutt og hvatt til heilbrigðs og vistvæns lífsstíls. Hreyfing er mikilvægur liður í því og stuðlar jafnframt að betri orku og andlegri heilsu.

Mataræði

Matur og hressing  sem boðið er upp á í vinnunni er hollur kostur og vinnustaðurinn býður upp á fræðslu um hollt mataræði.

Vellíðan og andleg heilsa

Við leggjum mikla áherslu á vellíðan og andlega heilsu og vinnum hvert og eitt og í sameiningu að því að öllum líði vel í vinnunni. Við styðjum við starfsfólk í veikindum og við meðferð við fíknivanda og endurkomu til starfa eftir meðferð.

Hvernig veitum við hvert öðru stuðning, bæði stjórnendur og starfsfólk?

  • Við hvetjum til nýsköpunar og umbóta í  starfsumhverfi sem stuðlar að betri skilvirkni
  • Við erum til staðar
  • Stuðlum að góðu sálfélagslegu umhverfi á vinnustað
  • Leitum lausna
  • Stjórnendur þekkja merki kulnunar og streitu og kunna að bregðast við
  • Bjóðum hvert öðru aðstoð
  • Hrósum þegar vel er gert
Stefnan staðfest af yfirstjórn 4. september 2023.