Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Efni

Efni, efnablöndur og hlutir sem innihalda efni eru allt í kringum okkur og gilda um þau ákveðnar reglur til þess að lágmarka áhættu sem notkun þeirra fylgir gagnvart heilsu og umhverfi. Íslensk löggjöf í þessum málaflokki byggir á löggjöf Evrópusambandsins og fylgir Ísland þannig stefnu þess hvað þetta varðar.

Samkvæmt efnalögum nr. 61/2013 er Umhverfisstofnun falið að hafa umsjón með framkvæmdinni, vera ráðherra til ráðgjafar og fara með eftirlit eftir því sem kveðið er á um í lögunum.