Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Flokkun, merkingar, umbúðir, öryggisblöð og skráning á hættulegum efnablöndum framleiddum á Íslandi

Umhverfisstofnun ráðgerir á næstunni að fara í eftirlit  sem beinist að efnablöndum sem innlendir framleiðendur efnavara setja  á markað hér á landi. Markmiðið með eftirlitinu er að skoða hversu vel þessir aðilar fylgja ákvæðum gildandi laga og reglugerða við markaðssetningu á hættuflokkuðum efnablöndum, en jafnframt að  veita leiðbeiningar og stuðla að aukinni reglufylgni hvað þetta varðar.

Þrátt fyrir að nýframleiðsla efna sé fábreytt Íslandi í samanburði við önnur lönd, á sér hér engu að síður stað nokkur framleiðsla efnablandna og getur þar verið um að ræða vörur eins og þvotta- og hreinsiefni, málningavörur, bílavörur og fleira. Ýmsar skyldur hvíla á framleiðendum efnavara sem snúa að því að tryggja öryggi þeirra sem nota vörurnar, bæði meðal almennings og í atvinnustarfsemi. Í ljósi þessa verður farið til hérlendra aðila sem framleiða og markaðssetja hættuflokkaðar efnablöndur, skoðuð sýnishorn af vörum þeirra og athugað hvort flokkun, merkingar, umbúðir, öryggisblöð og skráning varanna sé í samræmi við reglugerðir.

Reglugerðirnar sem litið verður til í þessu verkefni eru reglugerð  nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir hættulegra efna og efnablandna (CLP), reglugerð nr. 300/2014 um þvotta- og hreinsiefni, og reglugerð nr. 888/ 2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH).

Upplýsingar um viðkomandi málaflokka má finna hér: