Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Samevrópskt eftirlitsverkefni með tilteknum innihaldsefnum í snyrtivörum

Umhverfisstofnun ráðgerir að fara í eftirlit með snyrtivörum sem eru á markaði hér á landi á fyrri hluta árs 2024, í þeim tilgangi að athuga hvort tiltekin bönnuð innihaldsefni sem tilheyra per- og pólýflúoruðum alkýlefnum (PFAS) og síloxönum séu til staðar.

Um er að ræða samevrópskt eftirlitsverkefni til að vekja athygli á tilteknum takmörkunum í reglugerð nr. 954/2013 um þrávirk lífræn efni (POPs) og reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH). Áherslan í verkefninu er á fyrstu markaðssetjendur, þ.e. framleiðendur og fyrirtæki sem flytja inn vörur frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Snyrtivörur þurfa að uppfylla skilyrði reglugerðar nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama efnis. Sú reglugerð gætir þess að snyrtivörur hafi ekki neikvæð áhrif á heilsu manna. Gildissvið hinna tveggja reglugerðanna sem nefndar eru hér að framan, REACH og POPs, er víðara og þær hafa það að markmiði að koma í veg fyrir neikvæð áhrif efna á heilsu manna, heilsu annarra lífvera og umhverfið.

Efnin sem eru til skoðunar í þessu eftirliti eru:

  • Perflúorókarboxýlsýrur sem innihalda 9 til 14 kolefnisatóm í keðjunni (C9-C14 PFCAs, PFAS, færsla 68 í XVII. viðauka við REACH).
  • Perflúoróoktansýra (PFOA), sölt hennar og PFOA-lík efni (PFAS, I. viðauki, hluti A í POPs reglugerð).
  • Sýklótetrasíloxan (D4), sýklópentasíloxan (D5) og sýklómetíkon (síloxön, færsla 70 í XVII. viðauka við REACH).

Almennt um snyrtivörur

Umfjöllun um síloxön

Umfjöllun um PFAS efni

Almennt um REACH

Almennt um þrávirk lífræn efni