Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Eftirlitsáætlun

Í efnalögum segir að Umhverfisstofnun skuli útbúa eftirlitsáætlun til þriggja ára í senn til að tryggja yfirsýn og framkvæmd laganna. Í eftirlitsáætluninni skal vera yfirlit yfir sértæk eftirlitsverkefni sem Umhverfisstofnun hyggst framkvæma og skipulagningu þeirra. Áhersla skal lögð á öryggi almennings og umhverfisvernd. Í áætluninni skal jafnframt gert ráð fyrir tilteknum fjölda eftirlitsferða á hverju ári til aðila sem markaðssetja efni og efnablöndur.

Teymi efnamála sinnir ofangreindu eftirlitshlutverki Umhverfisstofnunar.

Vert er að benda á að eftirlitsáætlunin nær eingöngu til verkefna Umhverfisstofnunar, önnur stjórnvöld sem hafa hlutverki að gegna samkvæmt efnalögum vinna eftir sínum eigin áætlunum.

Gildissvið efnalaga nær yfir stóran málaflokk og fjöldi reglugerða hefur stoð í lögunum. Því þarf að sníða sér stakk eftir vexti við gerð eftirlitsáætlunarinnar út frá þeim fjármunum og mannauði sem Umhverfisstofnun hefur yfir að ráða og leggja áherslur í áætluninni út frá áhættu gagnvart heilsu og umhverfi.

Þriggja ára eftirlitsáætlun og áherslur í efnamálum 2021-2023

Hér að neðan má nálgast eldri áætlanir um efnaeftirlit:

Eftirlitsáætlun 2017-2019 og áherslur í efnamálum

Áherslur í efnamálum 2014-2016