Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

REACH-skráning, öryggisblöð og merkingar efna og efnablandna

Tilgangur og markmið:

 

Að tryggja að fyrirtæki skrái framleiðslu sína og innflutning frá löndum utan EES (hrein efni), að uppfærð öryggisblöð á íslensku séu aðgengileg á vinnustaðnum og að fyrirtækin geti lagt fram váhrifasviðsmynd fyrir hrein efni, ef við á.

 

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

 

Farið var í eftirlit hjá eftirfarandi fyrirtækjum:

 

  • Steinull hf., Sauðárkróki
  • Prímex ehf., Siglufirði
  • Carbon Recycling International ehf., Reykjavík
Í kjölfar eftirlitsins var einnig haft samband við eftirfarandi birgja:
  • Olíuverslun Íslands hf., Reykjavík
  • Platon ehf., Kópavogi

Kallað var eftir REACH-skráningarnúmerum fyrir tvö efni og og þau sannreynd. Kallað var eftir sjö öryggisblöðum og váhrifasviðsmyndum, þegar við átti. Athugað var hvort öryggisblöðin væru á íslensku, uppfærð og í 16 liðum. Lögð var megináhersla á 1., 2., 3. og 15. lið öryggisblaðanna. Eitt öryggisblað uppfyllti kröfur REACH-reglugerðarinnar. Gerð var krafa um úrbætur vegna sex öryggisblaða og veittur frestur til úrbóta.
Tekin var saman eftirlitsskýrsla í kjölfar eftirlits og var hún send ásamt bréfi um niðurstöður eftirlitsins og kröfur um úrbætur, ef þess var þörf. Þegar fyrirtækin höfðu orðið við úrbótum var þeim sent bréf þar sem málslok voru kynnt.

Skýrslu má nálgast hér