Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Snyrtivörur: Merkingar og innihald andlitslita - Hrekkjarvaka

Tilgangur og markmið

  • Farið var í  verkefnið í október í tilefni af Hrekkjavöku og megin markmið þessa verkefnis var að fylgja eftir því eftirliti sem fór fram í febrúar.
  • Að skoða merkingar og innihaldslýsingu á umbúðum öskudags- og hrekkjavökulita hjá birgjum og söluaðilum í þeim tilgangi að athuga hvort slíkar vörur uppfylli kröfur og takmarkanir gildandi reglugerða um snyrtivörur. Um er að ræða vörur á borð við húðliti og farða, lituð hársprey og hárliti.
  • Að ganga úr skugga um að öskudags- og hrekkjavökulitir séu skráðir í snyrtivöruvefgátt ESB.
  • Að fræða birgja og söluaðila um reglugerðir sem gilda um snyrtivörur, þar á meðal kröfur um merkingar og takmarkanir um innihaldsefni.
  • Að auka neytendavernd.

Framkvæmd

Í þessum seinni hluta verkefnisins sem fór fram á þann 27. október 2015 var farið í þrjú þeirra fyrirtækja sem höfðu verið með flest frávik í eftirlitinu í febrúar sbr. töflu hér að neðan

Birgjar

Hókus pókus ehf., Reykjavík

Ísey ehf., Reykjavík

Afbragðs ehf. (verslun: Partýbúðin), Reykjavík

 

Niðurstaða verkefnisins sýnir að lítið var um frávik frá gildandi reglugerðum nema hjá einu fyrirtækjanna. Öskudags- og hrekkjavökulitir sem fluttir eru inn frá Evrópu uppfylla nær undantekningarlaust kröfur gildandi reglugerða. Frávikin voru flest á vörum sem fluttar eru inn frá löndum utan EES svæðisins. Algengustu frávikin eru talin upp hér á eftir og voru gerðar kröfur um úrbætur til innflutningsaðila:

  • Vara inniheldur bannað paraben. Ekki má selja vörur sem innihalda bönnuð paraben eftir 30. júlí 2015.
  • Á umbúðir vara vantaði upplýsingar um ábyrgðaraðila innan EES svæðisins, geymsluþol og númer framleiðslulotu.
  • Einnig vantaði upp á að vörur væru skráðar í snyrtivörugátt ESB (CPNP vefgáttina).