Innflutningur kælimiðla - kallað eftir gögnum

Tilgangur

Efnateymi Umhverfisstofnunar safnar upplýsingum um innflutning kælimiðla sem falla undir reglugerð um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir (F-gös). Gögnin eru meðal annars liður í losunarbókhaldi fyrir Ísland.

Framkvæmd og niðurstöður

Kallað var eftir gögnum frá innflytjendum um magn og gerðir miðla sem þeir fluttu til landsins og til hvaða notkunar miðlarnir voru seldir. Gögnin voru rýnd og samlesin við aðrar fyrirliggjandi upplýsingar s.s. niðurstöður sívirks eftirlits með innflutningi og gögn frá Tollstjóra. Í nokkrum tilfellum þurfti stofnunin að óska eftir frekari gögnum til staðfestingar eða leiðréttingar á þeim tölum sem lágu fyrir.

Að loknum leiðréttingum og sannprófunum var niðurstöðum skilað til loftmengunarteymis stofnunarinnar sem sér meðal annars um losunarbókhald fyrir Ísland.