Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Merkingar á vörum til viðhalds á bílum

Tilgangur:

  • Að athuga hversu vel farið sé eftir ákvæðum efnalaga við markaðssetningu á viðhaldsvörum fyrir bíla með áherslu á að kanna ástand merkinga og öryggisblaða.
  • Að fræða birgja og söluaðila um reglugerðir sem gilda um merkingar efnavara og öryggisblöð.
  • Að auka neytendavernd.

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Verkefnið náði til algengra efnavara fyrir bíla sem eru notaðar bæði af almenningi og innan atvinnulífsins. Þar má nefna vörur eins og málningu, lökk, smurefni, hreinsiefni, rúðuvökva og frostlög. Farið var í eftirlitsferðir um miðjan nóvember 2016 og heimsótt fyrirtæki sem eru umsvifamikil í sölu og innflutningi á bílavörum.

Eftirfarandi 13 fyrirtæki féllu undir umfang eftirlitsins:

  • AB varahlutir ehf.
  • Bílahöllin-bílaryðvörn hf.
  • Bílanaust ehf.
  • Brimborg ehf.
  • Kemi ehf.
  • Málningarvörur ehf.
  • N1 hf.
  • Olíuverzlun Íslands hf.
  • Orka ehf.
  • Poulsen ehf.
  • Skeljungur hf.
  • Stilling hf.
  • Würth ehf.

 

Alls voru 36 vörur í úrtakinu og voru tvær til þrjár vörur skoðaðar í hverju fyrirtæki. Valdar voru merkingarskyldar vörur skv. reglugerð nr. 415/2014 um flokkun og merkingu á efnum og efnablöndum (CLP) sem fluttar eru inn af eða eru á ábyrgð viðkomandi fyrirtækis. Í kjölfar eftirlits var haft samband við fyrirtækin og óskað eftir öryggisblöðum fyrir þær vörur sem voru í úrtakinu.

Varðandi merkingar voru algengustu frávikin að íslenskar hættumerkingar vantaði alfarið á vörurnar eða að uppfæra þurfti merkingarnar í samræmi við nýjar reglur (CLP). Hér má sjá niðurstöður varðandi merkingar varanna:

 

 


Fjöldi

Hlutfall(%)

Vörur í úrtaki

36

 


Vörur án frávika

6
17

Vörursem vantar alfarið íslenskar merkingar

15
42
Uppfæraþarf merkingar á vörumaðnýrrireglugerð (CLP)
11
30
Önnur frávik
4
11

Einungis voru gerðar kröfur um lagfæringar vegna frávika á öryggisblöðum ef öruggt taldist að vörurnar væru ætlaðar til notkunar í atvinnuskyni en tvær vörur voru með frávik hvað það varðar. Fyrir aðra vöruna voru einungis erlend öryggisblöð lögð fram og hinni vörunni fylgdu íslensk öryggisblöð sem þurfti að lagfæra. Jafnframt voru sendar ábendingar um lagfæringar hvað varðar öryggisblöð annarra vara. Öryggisblöð voru jafnframt höfð til hliðsjónar við mat á því hvort merkingar á umbúðum væru í lagi.

Gerðar voru kröfur um úrbætur á merkingum á þeim vörum sem voru vanmerktar og uppfærslu á öryggisblöðum þar sem það átti við. Fyrirtækin brugðust vel við og hafa öll gert viðeigandi úrbætur í sinum málum.