Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English
Eftirlit með merkingum á hættulegum efnavörum í matvöruverslunum
Inngangur
Verkefnið náði til vara sem eru til sölu í matvöruverslunum og skylt er að merkja vegna þess að þær innihalda hættuleg efni. Um merkingarnar gildir reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablanda, en hún innleiðir hér á landi reglugerð (EB) nr. 1272/2008. Evrópska reglugerðin tók að fullu gildi hér á landi þann 1. júní 2017 eftir langt aðlögunartímabil og frá og með þeirri dagsetningu skulu allar hættuflokkaðar efnavörur á markaði innan Evrópska efnahagssvæðisins vera merktar samkvæmt henni og merkingarnar vera á íslensku hér á landi.
Tilgangur
- Að athuga hvort fylgt sé ákvæðum reglugerða um merkingu hættulegra efnavara sem eru til sölu í matvöruverslunum.
- Að fræða birgja og söluaðila um reglugerðir sem gilda um merkingar á vörum sem innihalda hættuleg efni.
- Að auka neytendavernd.
Framkvæmd
Farið var í 12 matvöruverslanir af ýmsum stærðum á tímabilinu 15. ágúst - 15 september 2017 og skoðað hvort fylgt væri ákvæðum ofangreindra reglugerða við merkingar á hættuflokkuðum efnavörum sem þar voru til sölu og má sjá lista yfir þær í 1. töflu hér á neðan.
Umfang eftirlitsins beindist að vörum í eftirfarandi vöruflokkum: uppþvottavélaefnum, uppþvottalögum, stíflueyðum, uppkveikilögum og salernis-, uppþvottvéla-, bletta-, ofna- og grillhreinsum. Um var að ræða úrtakseftirlit þar sem skoðaðar voru fimm vörur í hverri verslun sem valdar voru af handahófi. Valið fór þannig fram að öllum vörum sem féllu undir umfang eftirlitsins í hverri verslun var gefið númer og tölvuforrit notað til að velja tilviljanakennt 5 vörur til skoðunar.
Niðurstöður
Alls reyndust vörur frá 20 birgjum vera með frávik frá reglum um merkingar og eru þeir listaðir upp í 2. töflu. Í 3. töflu má sjá hvernig vörur og frávik dreifðust á mismunandi birgja.
Eins og fram kemur í 4. töflu voru einungis 15% af þeim vörum sem lentu í úrtaki án frávika. Algengasta frávikið var að allar skyldubundnar íslenskar merkingar vantaði og átti það við um 38% vara í úrtakinu. Um 42% varanna voru merktar á íslensku og að miklu leyti í samræmi við reglugerðina, þar af voru 16 vörur með eitt til tvö frávik (27%) og 9 vörur með þrjú eða fleiri (15%). Algengast var að viðvörunarorð vantaði eða það væri rangt, að rangar hættusetningar væru notaðar eða að það vantaði fullnægjandi upplýsingar um birgi. Nokkrir innlendir birgjar reyndust enn ekki vera búnir að uppfæra merkingar í samræmi við núgildandi reglugerð og átti það við um 5% vara í úrtakinu.
Birgjum var veittur þriggja vikna frestur til að verða við kröfum stofnunarinnar um úrbætur á merkingum vanmerktra vara og brugðust þeir langflestir við á fullnægjandi hátt innan frestsins sem var gefinn. Engu að síður kom til eftirfylgni í nokkrum málum og voru hlutaðeigandi birgjum send áform um áminningu yrði ekki brugðist við innan tilsettra tímamarka.
1. tafla. Verslanir í úrtaki.
10-11 Lágmúla, Reykjavík |
Krónan Háholti, Mosfellsbæ |
Costco Kauptúni, Garðabæ |
Melabúðin Hagamel, Reykjavík |
Fjarðarkaup Hólshrauni, Hafnarfirði |
Mini Market Drafnarfelli, Reykjavík |
Hagkaup Eiðistorgi, Seltjarnarnesi |
Nettó Glerártorgi, Akureyri |
Iceland Glæsibæ, Reykjavík |
Verslunin Einar Ólafsson ehf., Akranesi |
Kostur Dalvegi, Kópavogi |
Víðir Garðatorgi, Garðabæ |
2. tafla. Birgjar sem fengu kröfur um úrbætur.
Costco Wholesale Iceland ehf. |
Melabúðin ehf. |
Gissur Vilhjálmsson |
Mini Market hf. |
Halldór Jónsson hf. |
Mjöll-Frigg hf. |
ÍSAM ehf. |
Nathan & Olsen hf. |
Ísland-Verslun ehf. |
Olíuverzlun Íslands hf. |
Karl K. Karlsson ehf. |
Ormsson ehf. |
Kemi ehf. |
Ó. Johnson & Kaaber ehf. |
KG ehf. |
Samkaup hf. |
Kostur lágvöruverslun ehf. |
Verslunin Einar Ólafsson ehf. |
Krónan ehf. |
Víðir ehf. |
3. tafla. Yfirlit yfir fjölda vara og frávika hjá hverjum birgi
Birgir |
Fjöldi vara í úrtaki |
Engin frávik |
Vörur sem á vantaði alfarið íslenskar merkingar |
Merkingar á íslensku og samkvæmt reglugerð en 1-2 frávik |
Merkingar á íslensku og samkvæmt reglugerð en 3 eða fleiri frávik |
Uppfæra þarf eldri íslenskar merkingar í samræmi við reglugerð (CLP) |
Costco Wholesale Iceland ehf. |
7 |
1 |
1 |
3 |
2 |
0 |
G. K. Vilhjálmsson |
1 |
0 |
0 |
1 |
0 |
0 |
Halldór Jónsson ehf. |
6 |
1 |
1 |
3 |
1 |
0 |
Icepharma |
1 |
1 |
0 |
0 |
0 |
0 |
ÍSAM ehf. |
2 |
0 |
0 |
2 |
0 |
0 |
Ísland-Verslun ehf. |
1 |
0 |
1 |
0 |
0 |
0 |
Karl K. Karlsson ehf. |
6 |
2 |
1 |
0 |
1 |
2 |
Kemi ehf. |
1 |
0 |
0 |
1 |
0 |
0 |
KG ehf. |
1 |
0 |
0 |
0 |
0 |
1 |
Kostur lágvöruverslun ehf. |
4 |
0 |
4 |
0 |
0 |
0 |
Krónan ehf. |
2 |
0 |
0 |
0 |
2 |
0 |
Melabúðin ehf. |
2 |
0 |
2 |
0 |
0 |
0 |
Mini market ehf. |
5 |
0 |
5 |
0 |
0 |
0 |
Mjöll-Frigg ehf. |
1 |
0 |
0 |
0 |
1 |
0 |
Nathan & Olsen hf. |
5 |
2 |
0 |
2 |
1 |
0 |
Olíuverzlun Íslands hf. |
1 |
0 |
1 |
0 |
0 |
0 |
Ormsson ehf. |
1 |
0 |
0 |
0 |
1 |
0 |
Ó. Johnson & Kaaber ehf. |
2 |
0 |
0 |
2 |
0 |
0 |
Samkaup hf. |
4 |
2 |
0 |
2 |
0 |
0 |
Verslunin Einar Ólafsson ehf |
3 |
0 |
3 |
0 |
0 |
0 |
Víðir ehf. |
4 |
0 |
4 |
0 |
0 |
0 |
Frávik samtals |
60 |
9 |
23 |
16 |
9 |
3 |
4. tafla. Niðurstöður eftirlitsins.
|
Fjöldi |
Hlutfall |
Vörur án frávika |
9 |
15% |
Vörur sem á vantaði alfarið íslenskar merkingar |
23 |
38% |
Merkingar á íslensku og samkvæmt reglugerð en 1-2 frávik |
16 |
27% |
Merkingar á íslensku og samkvæmt reglugerð en 3 eða fleiri frávik |
9 |
15% |
Uppfæra þarf eldri íslenskar merkingar í samræmi við reglugerð (CLP) |
3 |
5% |
Vörur í úrtaki. |
60 |
100% |