Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Sólarvarnir

Eftirlit með sólarvörnum

Tilgangur og markmið:

Frá því að Umhverfisstofnun réðist síðast í eftirlitsverkefni með innihaldsefnum og merkingum á sólarvörnum í sölu til almennings á árinu 2016 hafa orðið breytingar á löggjöf í þá átt að banna fleiri innihaldsefni í snyrtivörum. Verkefnið er endurtekið nú til þess að skoða hvort því hafi verið fylgt eftir af framleiðendum sólarvarna að hætta notkun á þeim efnum sem eru á bannlista. Sólarvarnir falla undir reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir hér á landi reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama heitis. Sólarvarnir sem eru markaðssettar fyrir börn þurfa að uppfylla strangari kröfur varðandi leyfileg innihaldsefni, styrk innihaldsefna og notkun þeirra samkvæmt reglugerðinni.

Framkvæmd og niðurstöður:

Farið var í 19 verslanir sem flytja inn eða selja sólarvarnir og tvær vörur valdar að handahófi í mismunandi sólarvarnarstyrk (SPF) á hverjum eftirlitsstað. Skoðað var hvort vörurnar væru löglegar á markaði með því að skoða merkingar þeirra og tilkynningar í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP).  Einnig var kannað hvort vörurnar innihaldi efni sem eru ekki lengur leyfileg í sólarvörnum með því að skoða innihaldslýsingu þeirra og sérlega var einblínt á innihaldsefni sem eru ekki lengur leyfileg í sólarvörnum (frá 2016).  Í einni verslun fundust engar sólarvarnir, og í einni verslun fannst einungis ein sólarvörn. 

Eins og fram kemur í töflunni hér að neðan voru í eftirlitinu skoðaðar alls 33 vörur. Reyndust 3 þeirra vera með frávik og þar af var 1 vara sem er sérstaklega ætluð börnum.


 Fjöldi   vara
 Fjöldi vara    með frávik
 Fjöldi vara án frávika

Sólarvarnir 

24

2  (8,3 %)

22 (91,7 %)

Sólarvarnir fyrir börn

9

1 ( 11 %)

8  (89 %)

Sólarvarnir alls

33

3  (9,1 %)

30 (90,9%)

Engin frávik fundust varðandi innihaldsefni sólarvarnanna en ein varan sem er markaðssett fyrir börn, innihélt sinkoxíð og þar sem varan var í umbúðum með pumpu var birgi bent á að forðast ætti að nota þetta innihaldsefni í  vörum sem eru þess eðlis að sinkoxíðið gæti endað í lungum við innöndun.

Allar vörurnar reyndust vera skráðar í snyrtivöruvefgátt ESB og þau frávik sem fundust vörðuðu merkingar á vörunum. Birgir vörunnar „Shade all natural sunscreen“ ákvað að taka hana af markaði þar sem vandkvæðum er bundið að merkja hana skv. kröfum reglugerðarinnar. Hafa birgðir af henni verið fjarlægðar af sölustað.  Enn er beðið úrbóta varðandi merkingar fyrir eina vöru, sem er sólarvörn ætluð fyrir börn, en þar vantar að uppfæra nafn og heimilisfang ábyrgðaraðlila, þar sem dreifingaraðili sem tilgreindur er á umbúðum er staðsettur í Bretlandi og því utan EES.

Eftirlitið leiddi í ljós að frávik frá gildandi reglugerðum eru fremur fá. Þá voru viðbrögð fyrirtækja í öllum tilfellum jákvæð og samskipti við Umhverfisstofnun góð.

Eftirfarandi eftirlitsþegar féllu undir umfang verkefnisins:

Fyrirtæki: 
Starfsemi: 
 Akureyrar Apótek
 Apótek Ólafsvíkur
 Apótek Suðurlands
 Austurbæjarapótek
 Borgarapótek
 Dyer
 Farmasía
 Hagar verslanir (Hagkaup)
 Hagar verslanir (Útilíf)
 Heilsuhúsið
 Heilsa
 Íslands Apótek
 Kj.Kjartansson
 Krónan
 Lyfja
 Lyfjabúrið
 Market ehf (EuroMarket)
 Parlogis
 Reykjavíkur Apótek
 Samkaup (Nettó)
 Urðarapótek
 Útivera (Everest)
 Lyfjaverslanir
 Lyfjaverslanir
 Lyfjaverslanir
 Lyfjaverslanir
 Lyfjaverslanir
 Smásala póstverslana eða um netið
 Lyfjaverslanir
 Stórmarkaðir og matvöruverslanir
 Smásala á íþrótta- og tómstundabúnaði í sérverslunum
 Önnur smásala á  matvælum í sérverslunum
 Blönduð heildverslun með matvæli, drykkjarvöru og tóbak
 Lyfjaverslanir
 Heildverslun með lyf og lækningavörur
 Stórmarkaðir og matvöruverslanir
 Lyfjaverslanir
 Lyfjaverslanir
 Stórmarkaðir og matvöruverslanir
 Heildverslun með lyf og lækningavörur
 Lyfjaverslanir
 Stórmarkaðir og matvöruverslanir
 Lyfjaverslun
 Fataverslanir