Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Söluskrár 2022 fyrir plöntuverndarvörur og útrýmingarefni

Tilgangur:

  • Að óska eftir skrám yfir sölu frá þeim sem setja á markað notendaleyfisskyldar plöntuverndarvörur og útrýmingarefni en þessum upplýsingum ber að skila til Umhverfisstofnunar ár hvert, sbr. 24. gr. efnalaga nr. 61/2013.
  • Að athuga hversu mikið magn af notendaleyfisskyldum plöntuverndarvörum og útrýmingarefnum var selt árið 2022 og hve það magn samsvaraði miklu magni af virkum efnum.
  • Að athuga hvort að þeir sem markaðssetja notendaleyfisskyldar plöntuverndarvörur og útrýmingarefni sinni þeirri skyldu sinni að ganga úr skugga um að vörurnar séu einungis afhentar handhöfum gildra notendaleyfa frá Umhverfisstofnun, sbr. 24. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Verkefnið náði til allra söluaðila notendaleyfisskyldra plöntuverndarvara og útrýmingarefna. Umhverfisstofnun óskaði eftir skrám vegna sölu varanna á árinu 2022 þar sem fram kæmu upplýsingar um vöruheiti, umbúðastærð, fjölda seldra eða afhentra sölueininga af hverri umbúðastærð, dagsetningu sölu, nafn og kennitölu notendaleyfishafa, sem og nafn og kennitölu fyrirtækis (ef við á).

Eftirfarandi fyrirtæki féllu undir umfang eftirlitsins:

  • Eco Garden ehf.
  • Garðheimar – Gróðurvörur ehf.                
  • Grastec ehf.
  • Kemi ehf.
  • NPK ehf. 
  • Samhentir Kassagerð ehf.
  • Streymi heildverslun ehf.
  • Sölufélag garðyrkjumanna ehf.

Á árinu 2022 voru seldar 36 notendaleyfisskyldar plöntuverndarvörur og nam salan alls 6.419 kg sem samsvarar 2.278 kg af virku efni, sjá nánar í töflu 1. Af notendaleyfisskyldum útrýmingarefnum voru seldar 11 vörur og nam salan alls 9.424 kg en það samsvarar 11,0 kg af virku efni, sjá nánar í töflu 2. Bent skal á að styrkur virka efna í nagdýraeitri er mun minni en í skordýraeitri eða einungis 0,005%, og því er magn virkra efna í nagdýraeitri sem selt var mun minna en í skordýraeitri.

Tafla 1 Notendaleyfisskyldar plöntuverndarvörur sem seldar voru árið 2022

                                                                   Plöntuverndarvörur
      Illgresiseyðir  Skordýraeyðir  Sveppaeyðir Stýriefni   Samtals
 Fjöldi vara í sölu  14     8  10  4  36
 Fjöldi virkra efna  14  8  13  4  39
 Sala alls af vörum  2.053 kg  411 kg  3.713 kg  242 kg  6.419 kg
 Sala alls (kg af virku efni)  782 kg  14,4 kg  1.444 kg  37,5 kg  2.278 kg


  Tafla 
2 Notendaleyfisskyld útrýmingarefni sem seld voru árið 2022

                                                          Útrýmingarefni
   Nagdýraeitur  Skordýraeitur  Samtals
 Fjöldi vara í sölu  9  2  11
 Fjöldi virkra efna  1  2  3
 Sala alls af vörum  9.010 kg  415 kg  9.425 kg
 Sala alls (kg af virku efni)  0,451 kg  10,6 kg  11,0 kg


 Eingöngu má afhenda notendaleyfisskyldar plöntuverndarvörur og útrýmingarefni til aðila sem hafa gild notendaleyfi frá Umhverfisstofnun. Niðurstöður sem fást úr verkefninu sýna að af alls 129 kaupendum notendaleyfisskyldra plöntuverndarvara voru 116 (90%) með notendaleyfi í gildi, en 13 (10%) höfðu aldrei verið með leyfi þegar kaupin áttu sér stað. Alls voru 108 sem keyptu útrýmingarefni á árinu 2022 og voru allir viðskiptavinir með notendaleyfi í gildi þegar kaupin áttu sér stað. Sjá nánar í töflu 3.

   Notendaleyfi fyrir
plöntuverndarvörum
 Notendaleyfi fyrir
útrýmingarefnum
   Fjöldi            %  Fjöldi            %
Kaupandi með leyfi í gildi   116             90%  108           100%
Kaupandi með útrunnið leyfi  0                 0%  0                 0%
Kaupandi aldrei haft leyfi  13               10%  0                 0%
Kaupendur alls  129  108

 

Hlutfall þeirra sem voru með leyfi í gildi við kaup á notendaleyfisskyldum vörum er hátt. Engu að síður gerist það ennþá að kaupendur á þessum vörum séu ekki með notendaleyfi í gildi og hefur stofnunin áréttað við hlutaðeigandi fyrirtæki að þau ræki lagaskyldur sínar hvað þetta varðar.