Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Efnavörur í Safety Gate tilkynningakerfinu

Í Safety Gate tilkynningakerfi EES-ríkjanna eru birtar tilkynningar um vörur á markaði í ríkum EES sem ekki uppfylla kröfur í löggjöf þeirra vegna þess að þær eru hættulegar heilsu manna og/eða umhverfinu. Þarna er meðal annars að finna tilkynningar um vörur sem ekki uppfylla efnalög nr. 61/2013 vegna þess að þær innihalda ólögleg efni.

Sérfræðingar teymis efnamála hjá Umhverfisstofnun yfirfara reglulega tilkynningar sem bætast inn í Safety Gate tilkynningakerfið fyrir sína málaflokka og bregðast við með viðeigandi hætti ef þar er tilkynnt um vöru sem er á markaði hér á landi.

Aðgangur að Safety Gate tilkynningakerfinu er öllum opinn og þeir sem vilja fylgjast með vörum sem hafa verið tilkynntar inn í kerfið geta ýmist leitað í því sjálfir eða skráð sig á póstlista til að fá vikulega skýrslu um vörur sem bætast inn í kerfið. Hægt er að sníða skýrslurnar að eigin þörfum með því að velja vöruflokk (t.d. efnavörur, snyrtivörur, leikföng eða skartgripi), tegund áhættu, framleiðsluland og það land sem tilkynnti um vöruna.

Smelltu hér til að leita í Safety Gate tilkynningakerfinu.

Smelltu hér til að óska eftir að fá sendar vikulegar skýrslur úr Safety Gate tilkynningakerfinu.

Umhverfisstofnun hvetur alla þá sem finna ólöglegar vörur í Safety Gate tilkynningakerfinu sem eru markaði hér á landi að láta stofnunina vita með því að senda henni ábendingu í gegnum vefinn eða með tölvupósti á ust@ust.is.