Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Efnaskrár

Skrá yfir flokkun og merkingar hættulegra efna

Það er hlutverk framleiðenda, innflytjenda og eftirnotenda að flokka og merkja hættuleg efni og blöndur. Þeir sem flokka efni skulu tilkynna flokkunina til Efnastofnunar Evrópu (ECHA) sem heldur utan um tilkynntar flokkanir í gagnagrunni sem kallast flokkunar- og merkingaskrá (e. C&L Inventory) og hægt er að nálgast á vef ECHA.

Samræmd flokkun

Í sumum tilfellum er tekin ákvörðun af yfirvöldum um svokallaða samræmda flokkun fyrir efni og hún birt í töflu 3.1. í VI. viðauka við CLP. Slíkar samræmdar flokkanir eru einnig birtar í flokkunar- og merkingaskránni. Samræmd flokkun kemur einkum til fyrir efni sem valda krabbameini, stökkbreytingum eða eru skaðleg æxlun, efni sem eru öndunarfæranæmar (e. respiratory sensitisers) eða önnur efni sem sérstök ástæða þykir til að flokka með samræmdum hætti.

Efni skal hættuflokka í samræmi við samræmda flokkun sé hún fyrirliggjandi. Birgir þarf sjálfur að taka afstöðu til flokkunar efnisins hvað varðar hættuflokka sem ekki koma fram í samræmdu flokkuninni.

Leit í flokkunar- og merkingaskránni

Sem fyrr segir er hægt að leita í flokkunar- og merkingaskránni á vef ECHA. Þægilegast er að leita í skránni eftir tilvísunarnúmerum (CAS eða EB/EC).

Íslensk heiti efna með samræmda flokkun

Til að nálgast íslensk heiti þeirra efna sem búið er að birta samræmda flokkun fyrir er hægt að fletta upp í þýðingum reglugerða ESB á vef EFTA. Samræmdum flokkunum er bætt við með breytingareglugerðum sem kallaðar eru aðlaganir að framförum í tækni og vísindum (e. adaptations to technical progress, ATP). Lista yfir slíkar reglugerðir með tenglum á þýðingar þeirra má finna hér að neðan.

Til að finna í hvaða reglugerð viðkomandi efni kemur fyrir er best að byrja á að fletta því upp í flokkunar- og merkingaskránni. Meðal upplýsinganna sem birtar eru um efnin í skránni er í hvaða reglugerð samræmd flokkun þeirra var birt og hvenær flokkunin var síðast uppfærð (sjá gulmerkt á myndinni hér að neðan).

Táknun í  skránni
CELEX nr. gerðar - tengill á þýðingu
CLP00
32008R1272
 
ATP01
32009R0790
 
ATP02
32011R0286
 
ATP03
32012R0618
 
ATP04
32013R0487
 
ATP05
32013R0944
 
ATP06
32014R0605
 
ATP07
32015R1221
 
ATP08
32016R0918
 
ATP09
32016R1179
 
ATP10
32017R0776
 
ATP11
32018R0669
 
ATP12
32019R0521
 
ATP13
32018R1480
 
ATP14
32020R0217