Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Vegvísir fyrir leyfisskylda notkun

Hættuleg efni geta verið notuð við ýmisskonar atvinnustarfsemi. Til að kaupa og nota hættuleg efni í atvinnuskyni er gerð krafa um sérstaka kunnáttu við notkun þeirra til að takmarka áhættu gagnvart heilsu og umhverfi. Í þeim tilfellum þurfa einstaklingar að afla sér sérstakrar kunnáttu með námi/námskeiði og leyfis til þess að kaupa og nota hættuleg efni í atvinnuskyni.

Vegvísinum hér að neðan er ætlað að auðvelda þeim sem nota hættuleg efni í atvinnustarfsemi að meta stöðu sína gagnvart regluverkinu.