Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Markaðssetning plöntuverndarvara - vegvísir

Vörur til þess að nota gegn skaðvöldum á plöntum í landbúnaði og garðyrkju eða stýra vexti plantna kallast plöntuverndarvörur og falla undir regluverk sem þeim tilheyrir. Almennt gildir um plöntuverndarvörur að þær þurfa að hafa markaðsleyfi til að vera löglegar á markaði og vera merktar á íslensku ef þær flokkast sem hættulegar.

Vegvísinum hér að neðan er ætlað að auðvelda framleiðendum og innflytjendum á Íslandi að meta hvernig þeir standa gagnvart regluverki um plöntuverndarvörur.