CORSIA

CORSIA (Carbon Offsetting and Reduction Scheme for International Aviation) er með það markmið að ná fram kolefnishlutlausum vexti í alþjóðaflugi frá og með árinu 2020 með losunarheimildum og losun koltvísýrings í gegnum verkefnavottorð (project certificates).

Starfsreglur ICAO sem eru staðlar og ráðlagðar reglur, svokallað SARPs (Standards and Recommended Practices) tilgreina meðal annars stjórnsýslukröfur, eftirlit, skýrslugerð og sannprófunarreglur (vöktun, skýrslugjöf og vottun) og hvernig reikna á út skyldur á kolefnisjöfnun. Reglurnar voru samþykktar af ICAO ráðinu þann 27/06/2018 og hafa verið í gildi frá 01/01/2019.

Umfang CORSIA nær yfir þá flugrekendur sem losa meira en 10.000 tonn af koltvísýringi frá alþjóðaflugi með loftförum með hámarksflugtaksmassa yfir 5.700 kg.

CORSIA verður innleitt í nokkrum skrefum. Fyrst er tveggja ára tímabil á milli 2019 og 2020 þar sem grunnlosun er ákvörðuð (baseline emissions), síðan taka við tvö þriggja ára tímabil (2021 – 2026) þar sem lönd geta sjálfviljug tekið þátt áður en þátttakan verður bindandi. Á þessari stundu hafa hafa 79 ríki skuldbundið sig til þátttöku af frjálsum vilja fyrir árin 2021-2026. Í þessum ríkjum er meira en 75% allrar alþjóðlegrar flugumferðar, þar á meðal öll Evrópulöndin og þar með talið Ísland. 

Síðan 1. janúar 2019 hafa flugrekendur frá öllum aðildarríkjum ICAO vaktað losun koltvísýrings frá alþjóðaflugi samkvæmt vöktunaráætlun sem þeir hafa lagt fyrir sitt lögbæra stjórnvald í sínu ríki.

Umhverfisstofnun er ábyrg fyrir þeim flugrekendum sem heyra undir Ísland skv. lista Framkvæmdastjórnarinnar um umsýsluaðildarríki.

Þann 31/12/2018 var tilskipun 87/2003/EB breytt með framkvæmdareglugerð (ESB) nr. 2066/2018 um eftirlit og skýrslugjöf um losun gróðurhúsalofttegunda. Reglugerðin mun verða innleidd inn í EES samningin árið 2019 og tekur því gildi á Íslandi í tæka tíð.

Þar voru eftirlitsaðferðir CORSIA felldar inn í núverandi eftirlitsaðferðir ESB og því komin þau nauðsynlegu skilyrði fyrir eftirlit og skýrslugjöf samkvæmt CORSIA. Eins og er er framkvæmdastjórn ESB að móta framlengda reglugerð sem mun staðfesta að breyttar vöktunaraðferðir munu gilda um leiðir sem falla undir CORSIA.