Vöktun og skýrslugjöf

Photo by Samuel Zeller on Unsplash

Samkvæmt lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál ber rekstraraðilum að vakta losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni í samræmi við vöktunaráætlun og skila árlega skýrslu um losunina til Umhverfisstofnunar. Slík skýrslugjöf er forsenda þess að unnt sé að ákvarða fjölda losunarheimilda sem rekstraraðili skal standa skil á vegna viðkomandi árs. Skýrslan skal vottuð af óháðum vottunaraðila. 

Á viðskiptatímabilinu 2021 – 2030 ber rekstraraðilum að vakta losun í samræmi við vöktunaráætlanir sem uppfylla kröfur reglugerðar 601/2012/ESB


Framkvæmdastjórn ESB hefur látið útbúa leiðbeinandi skjöl og sniðmát fyrir áætlanir og skýrslur á heimasíðu sinni, til að auka skilning á reglugerð 601/2012/ESB og samræmingu á útfærslu hennar innan aðildarríkja.