Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Spurt og svarað

Um skráningarskyldan atvinnurekstur

Skráning felur í sér skráningu tiltekins atvinnurekstrar sem mælt er fyrir um í reglugerð nr. 830/2022 í miðlæga rafræna gátt í stað starfsleyfisskyldu.
Á Ísland.is. Sótt er um skráningu fyrir skráningarskyldan atvinnurekstur skv. reglugerð nr. 830/2022 á Ísland.is. Sótt er um skráningu fyrir flugeldasýningu hér og skráningu fyrir brennu hér
Þegar einstaklingur ætlar að skrá sig inn fyrir hönd annarra byrjar hann á því að skrá sig inn með sínum eigin rafrænu skilríkjum og síðan eru umboð hans sótt í umsoðskerfinu. Sjá nánar á Ísland.is
Til að skrá starfsemi þarf rekstraraðili að skrá upplýsingar um starfsemi og lýsa því yfir að hann uppfylli þær almennu kröfur sem gilda um atvinnureksturinn, að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðis eða aðstöðu og að skráðar upplýsingar um starfsemina séu réttar.
Með þeim fyrirvara að önnur leyfi þurfi að liggja fyrir má hefja starfsemi þegar skráning hefur farið fram, skráningargjald hefur verið greitt og rekstraraðili fengið senda staðfestingu. Viðkomandi heilbrigðisnefnd staðfestir skráningu. Þeir sem eru með starfsleyfi færast sjálfkrafa í skráningu og þurfa ekki að greiða fyrir það.
Skráning er fyrir starfsemi sem lítil áhætta er talin vera af hvað varðar hollustuhætti og er ekki auglýst í fjórar vikur líkt og starfsleyfi. Ekki er gefin út greinargerð fyrir skráningu. Skráning er ótímabundin en starfsleyfi er gefið út til tiltekins tíma.
Reglugerðin gildir um atvinnurekstur sem tiltekinn er í viðauka reglugerðar nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur. Athugið að ef starfsemin er bæði starfsleyfisskyld og skráningarskyld þá vegur starfsleyfisskyldan þyngra en skráningin og aðeins þarf að sækja um starfsleyfi.
Atvinnureksturinn sem fellur undir viðaukann er eftirfarandi:
  1. Almenningssalerni. 
  2. Bifreiða- og vélaverkstæði. 
  3. Bifreiðasprautun. 
  4. Bón- og bílaþvottastöð. 
  5. Brennur stærri en 100m3
  6. Dýrasnyrtistofa. 
  7. Dýraspítali. 
  8. Efnalaug. 
  9. Flugeldasýningar. 
  10. Brennur stærri en 100m3. 
  11. Flutningur úrgangs, annar en flutningu úrgangs á milli landa og flutningur spilliefna. 
  12. Framköllun, t.d. á ljós-, röntgen- og kvikmyndum. 
  13. Framleiðsla á aukefnum og hjálparefnum fyrir matvælaiðnað. 
  14. Framleiðsla á áfengi, gosdrykkjum og vatni. 
  15. Framleiðsla á ilmvatni og snyrtivörum. 
  16. Framleiðsla á olíu og feiti. 
  17. Framleiðsla glers, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998. 
  18. Framleiðsla leirvara með brennslu, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998. 
  19. Framleiðsla plasts, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998. 
  20. Hársnyrtistofa. 
  21. Hestahald. 
  22. Kaffivinnsla. 
  23. Kanínurækt. 
  24. Kartöfluvinnsla, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998. 
  25. Kjötvinnsla, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998. 
  26. Kírópraktor. 
  27. Lauksteikingarverksmiðja. 
  28. Leðurvinnsla, önnur en í viðauka I og II með lögum nr. 7/1998. 
  29. Meðhöndlun, blöndun og mölun á korni, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998. 
  30. Meindýravarnir. 
  31. Mjólkurbú og ostagerð, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998. 
  32. Niðurrif mannvirkja, m.a. þar sem er asbest. 
  33. Nuddstofa. 
  34. Pappírsvöru- og pappakassaframleiðsla, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998. 
  35. Prentun, þar sem er notkun á mengandi efnum. 
  36. Ryðvarnarverkstæði. 
  37. Sjúkraþjálfarar. 
  38. Sólbaðsstofa. 
  39. Starfsemi þar sem notað er kælikerfi sem inniheldur flúoraðar gróðurhúsalofttegundir eða ósoneyðandi efni sem og þjónusta við þau kerfi. 
  40. Starfsmannabústaðir. 
  41. Steypustöð. 
  42. Steypueiningaverksmiðja. 
  43. Tannlæknastofa. 
  44. Trésmíðaverkstæði, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998. 
  45. Vefnaðar- og spunaverksmiðja. 
  46. Vinnsla á hrájárni eða stáli, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998. 
  47. Vinnsla fisks og annarra sjávarafurða, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998. 
  48. Vinnsla gúmmís. 
  49. Vinnsla málma, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
Ef þinn atvinnurekstur fellur undir einhvern þann atvinnurekstur sem er skráningarskyldur 
Þeir aðilar sem eru með gildandi starfsleyfi þurfa ekki að skrá starfsemina sína heldur færast þeir almennt sjálfkrafa yfir í skráningu. 
Staðfest skráning ásamt starfsskilyrðum skulu vera sýnileg viðskiptavinum á starfsstöð.  
Rekstraraðili skráningarskylds atvinnurekstrar sækir um skráningu inn á Ísland.is. Sá sem sækir um skráningu þarf að vera með umboð til þess. 
 Heilbrigðisnefndir á viðkomandi eftirlitssvæði hafa eftirlit með skráningum á sínu svæði 
Heilbrigðisnefnd á viðkomandi eftirlitssvæði veitir almennar leiðbeiningar varðandi skráningu. 
Skráningin er ótímabundin en rekstraraðili skal afskrá starfsemi sína á vefsetrinu island.is þegar starfsemi er hætt. Hafi rekstraraðili ekki afskráð starfsemi sína og starfsemin er sannarlega ekki lengur starfandi eða ef starfsemi fellur ekki lengur undir skilyrði um skráningarskylda starfsemi er hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd heimilt að afskrá starfsemina þegar lögbundinni málsmeðferð er lokið. 
Skráning á Ísland.is er gjaldfrjáls, en viðkomandi heilbrigðisnefnd mun rukka fyrir yfirferð umsóknar samkvæmt eigin gjaldskrá. 
Rekstraraðili skal afskrá starfsemi sína hjá viðkomandi heilbrigðiseftirliti þar sem starfsemin er skráð.
Það fer eftir hjá hvaða heilbrigðiseftirliti er sótt um starfsleyfi. Nokkrar heilbrigðisnefndir bjóða upp á að sækja um starfsleyfi á island.is en hjá öðrum þarf að fara inn á heimasíðu viðkomandi heilbrigðiseftirlits.
Fyrirtæki geta veitt einstaklingum umboð til að fara inn í nafni þess https://island.is/umbodskerfiHægt er að sækja um í eigin nafni en setja í athugasemdir að sótt er um er um fyrir fyrirtæki. Sá sem sækir um þarf að vera með umboð til þess.
Þegar starfsemi er skráð fær eigandi fasteignar tilkynningu í pósthólfið á island.is. Eigandi fasteignar getur komið andmælum fram við heilbrigðisnefnd sem tekur þá afstöðu til andmæla.
Á síðunni Flugeldasýningar á ísland.is er komin sérstök skráning fyrir flugeldasýningar, þar ekki er krafa um fasteignanúmer.
Áður en skráningu er hafnað er umsækjanda veittur frestur til að bæta úr annmörkum. Sé skráningu hafnað er hægt að bæta úr annmörkum og senda upplýsingarnar eða gögnin á viðkomandi heilbrigðisnefnd.
Ef skráningunni er hafnað berst umsækjanda tilkynning frá viðkomandi heilbrigðisnefnd þar um og ástæða synjunarinnar. Áður en skráningu er hafnað er umsækjanda veittur frestur til að bæta úr annmörkum. Sé skráningu hafnað er hægt að bæta úr annmörkum og senda upplýsingarnar eða gögnin á viðkomandi heilbrigðisnefnd. Ákvörðun um höfnun er stjórnvaldsákvörðun sem er hægt að kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan mánaðar frá því að ákvörðunin er birt.
Ef fylgiskjöl eru ekki fullnægjandi þá mun heilbrigðisnefndin áforma höfnun á skráningu. Áður en skráningu er hafnað er umsækjanda veittur frestur til að bæta úr annmörkum. Sé skráningu hafnað er hægt að bæta úr annmörkum og senda upplýsingarnar eða gögnin á viðkomandi heilbrigðisnefnd.