Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Mengaður jarðvegur

Eftirlit 

Eftirlit með menguðum jarðvegi er að stórum hluta í höndum heilbrigðiseftirlita landsins. Umhverfisstofnun fer þó með eftirlit með menguðum jarðvegi sem rekja má til starfsemi með starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Sjá reglugerð nr. 1400/2020 um mengaðan jarðveg. 

Frummat 

Þegar heilbrigðisnefnd eða Umhverfisstofnun (þegar um er að ræða starfsemi undir eftirliti hennar) fær tilkynningu um mögulega mengaðan jarðveg, þarf að framkvæma frummat eins fljótt og hægt er.

Hreinsun

Ef frummat bendir til þess að um umtalsverða mengun á jarðvegi sé að ræða skulu rekstraraðilar atvinnurekstrar leggja fram áhættugreiningu. Ef niðurstaða áhættugreiningar er að hreinsa þurfi svæði skal rekstraraðili atvinnurekstrar leggja fram, sem hluta af áhættugreiningunni, tímasetta áætlun um hvernig staðið verði að hreinsuninni og meðhöndlun þess mengaða jarðvegs sem grafinn verður upp. Almennt skal miða við að svæði sé hreinsað með þeim hætti að það komist til fyrra ástands.

Vettvangsstjórn

Slökkviliðsstjóri fer með stjórn á vettvangi við mengunaróhöpp og á meðan hætta á bráðamengun varir. Heilbrigðisnefnd og í vissum tilfellum Umhverfisstofnun tekur við stjórn aðgerða þegar hætta á bráðamengun varir ekki lengur.

Skrá yfir menguð svæði

Umhverfisstofnun heldur skrá yfir svæði þar sem er mengaður jarðvegur eða þar sem grunur er um mengun. Skráin er aðgengileg á vef Umhverfisstofnunar. Í gagnagátt Umhverfisstofnunar er hægt að senda inn tilkynningu um mengaðan jarðveg