Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Almennt um vatn

Vatn er forsenda alls lífs á jörðinni, því allt líf þarf á vatni að halda. Vatn kemur við sögu á hverjum degi í mismunandi birtingarmyndum, allt frá kaffibollanum á morgnanna til ýmiskonar notkunar tengdum iðnaði og framleiðslu s.s. ræktun, landbúnaði og fiskvinnslu. Auk þess nýtum við ár, stöðuvötn og fjörur til útivistar og ferðamennsku og ekki má gleyma drykkjarvatninu góða.

Vegna þess hversu dýrmæt auðlind vatnið er, þá er unnið að því á ýmsum stöðum í stjórnkerfinu að draga úr álagi, hafa eftirlit með og vakta vatn á Íslandi. Hlutverk Umhverfisstofnunar er að sjá um innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins þar sem markmiðið er að vernda vatn og vistkerfi þess, hindra rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa til að vatn njóti heildstæðrar verndar.  Til að ná þessum markmiðum skal vinna vatnaáætlun, aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun.  Til að halda utan um upplýsingar um vatn á Íslandi hefur verið sett upp vefsjá fyrir vatnamál sem hægt er að skoða hér fyrir neðan.