Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Hringrás vatns

Vatn er ein af undirstöðum lífs á jörðinni og kemur fyrir á þrennskonar formi: fljótandi, frosið eða sem gufa. Vatn er í stöðugri hringrás  um jörðina en í sinni einföldustu mynd þá gufar það upp frá sjó eða landi við hita og berst inn yfir land eða sjó þar sem það þéttist og fellur til jarðar sem rigning eða snjókoma. Þaðan streymir það aftur til sjávar.

Við höfum það almennt nokkuð gott á Íslandi hvað varðar magn vatns en það sama er ekki hægt að segja um marga aðra staði á jörðinni. Eins og með aðrar auðlindir jarðar þá þurfum við að fara vel með vatnið okkar. Ekki sóa því að óþörfu eða menga það með efnum sem geta haft alvarleg áhrif á menn, dýr og lífríki.