Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Alþjóðlegar stofnanir

Umhverfisstofnun Evrópu (EAA

Markmið Umhverfisstofnunar Evrópu er að efla sjálfbæra þróun og að taka þátt í að koma á verulegum og mælanlegum framförum og að setja saman viðeigandi og áreiðanlegar upplýsingar til stefnumótenda og almennings.

Alþjóða hafmálaráðið (IOC

IOC er milliríkjastofnun sem komið var á legg af Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) árið 1960.

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP

Árið 1972 var haldin umhverfismálaráðstefna í Stokkhólmi. Henni lauk með samþykkt sérstakrar áætlunar í umhverfismálum, sem er nefnd umhverfismálaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Til þess að framfylgja meginreglum Stokkhólmsráðstefnunnar var UNEP komið á laggirnar til að sjá um alþjóðlegt eftirlit með umhverfismálum.

Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO

IMO er ein af alþjóðastofnunum Sameinuðu þjóðanna og var stofnuð árið 1958. Helsta hlutverk stofnunarinnar er að stuðla að öruggum og hagkvæmum siglingum með alþjóðlegu samstarfi og koma í veg fyrir mengun sjávar frá skipum. Auk þess fylgist stofnunin með því að aðildarríki innleiði alþjóðlega samninga er varða siglingar skipa með réttum hætti og tryggi framkvæmd þeirra.

Norðurskautsráðið (Arctic Council)

Norðurskautsráðið var stofnað í Ottawa 19. september 1996 í því skyni að efla samvinnu, samhæfingu og samskipti um málefni norðurslóða milli norðurskautsríkjanna, með virkri þátttöku frumbyggjasamtaka á norðurslóðum og annarra íbúa þar. Kanada, Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur, Rússland, Svíþjóð og Bandaríkin eru þau ríki sem eru aðilar að ráðinu en auk þess eiga sex samtök frumbyggja fastafulltrúa í ráðinu. Þá eiga 12 ríki utan Norðurslóða og ýmis samtök og stofnanir áheyrnarfulltrúa í Norðurskautsráðinu.

Sex vinnuhópar starfa innan Norðurskautsráðsins sem samanstanda af fulltrúum frá sérsviðum ráðuneyta, starfsmönnum opinberra stofnana og vísindamönnum:

  • Vinnuhópur um aðgerðir gegn efnamengun (ACAP)
  • Vinnuhópur um vöktun og greiningu á norðurslóðum (AMAP)
  • Vinnuhópur um verndun lífríkis á norðurslóðum (CAFF)
  • Vinnuhópur um viðbúnað og viðbrögð við bráðamengun (EPPR)
  • Vinnuhópur um verndun hafsvæða norðurslóða (PAME)
  • Vinnuhópur um sjálfbæra þróun (SDWG)