Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Minni fráveitur

Töluverð þróun hefur orðið á fráveitulausnum og eru nú ýmsar lausnir í boði, bæði rotþrær og siturbeð sem og tilbúnar hreinsistöðvar þar sem öll hreinsunin fer fram í einni einingu. Þá mætti líka skoða annars konar lausnir svo sem brennslusalerni, vatnssparandi salerni og hreinsun með tilbúnu votlendi.

Þegar velja á fráveitulausn þarf að hafa ýmsa þætti í huga s.s. umhverfi, staðsetningu hreinsivirkis, nálægð við grunnvatn og fleira. Umhverfisstofnun hefur gefið út nýjar leiðbeiningar til aðstoðar við val á fráveitulausnum og umhirðu þeirra.
 Meginreglan um hreinsun á skólpi er tveggja þrepa hreinsun frá einstaka húsum nema fráveituvatn sé losað í viðtaka sem telst viðkvæmur, en þá geta aðrar og strangari reglur átt við.  

Heilbrigðisnefndir hafa eftirlit með fráveitum og þegar fráveitulausn er valin skal fá leyfi frá heilbrigðisnefnd. Hreinsivirki fráveitu eiga að koma fram á lóðaruppdrætti húsa skv. byggingareglugerð sem er nauðsynlegt til að auðvelda eftirlit og losun á seyru. Einnig þarf að gæta þess að fá fagaðila til að sjá um frágang hreinsivirkis og það sama á við þegar kemur að því að losa úr því.
Hreinsivirki fráveitu skulu vera vottaðar samkvæmt ISO staðli EN12566.
 

Leiðbeiningar fyrir minni fráveitur