Farþegaskip

Umhverfisstofnun, Samgöngustofa og Landhelgisgæsla Íslands hafa gefið út leiðbeiningar fyrir stjórnendur farþegaskipa sem koma til Íslands. Í leiðbeiningunum er að finna yfirlit yfir ákvæði í íslenskri löggjöf  sem gilda um siglingar farþegaskipa við Ísland og varða siglingaöryggi, mengunarvarnir og náttúruvernd. Þar er einnig að finna nokkur tilmæli stofnananna til farþegaskipa. Leiðbeiningunum er meðal annars ætlað að tryggja að ferðir og ferðaáætlanir farþegaskipa á sjó og á landi fari ekki í bága við umhverfis- og náttúruverndarlöggjöf á Íslandi. Leiðbeiningarnar eru gefnar út á rafrænu formi, bæði á íslensku og ensku.