Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Plastmengun

Plastmengun er eitt af stærstu umhverfisvandamálum samtímans. Árlega enda milljónir tonna af plasti í hafinu, með alvarlegum afleiðingum fyrir náttúruna, dýralífið og heilsu mannfólks.

Til að bregðast við þessu vandamáli er ekki bara nauðsynlegt að draga úr plastnotkun heldur einnig að fylgjast með og vakta umfang og dreifingu plastúrgangs.  

Undir OSPAR-samningnum um verndun hafsvæðis Norðaustur-Atlantshafsins hefur verið útbúin vöktunar- og matsáætlun til að meta plastmengun. Vöktunin nær yfir magn rusls:

  • Á ströndum
  • Á hafsbotni 
  • Í maga fýla

Matsvísarnir sýna þróun á magni og samsetningu sjávarrusls á mismunandi hluta sjávarins (strönd, hafsbotn og fljótandi) innan OSPAR-svæðisins. OSPAR vinnur einnig að því að bæta við nýjum matsvísi sem mun meta magn örplasts í sjávarseti. 

Nýjasta yfirlitsskýrsla OSPAR um magn, samsetningu og þróun rusls á ströndum

Á Íslandi hefur vöktun á rusli á ströndum verið í gangi frá 2016. Mælingar á plasti í maga fýla hófust árið 2018. Forkönnun á örplastmengun í kræklingi var einnig framkvæmd árið 2018.