Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Vöktun stranda

Umhverfisstofnun hóf að vakta rusl á ströndum sumarið 2016, samkvæmt aðferðafræði og leiðbeiningum frá OSPAR. Vaktað er fyrirfram afmarkað svæði á hverri strönd. Tilgangur vöktunarinnar er að finna uppruna rusls á ströndum, hvaða flokkar rusls safnast mest fyrir, meta magn sem safnast fyrir yfir ákveðið tímabil og að fjarlægja ruslið. Með vöktuninni uppfyllir Ísland hluta af aðgerðaráætlun OSPAR, um að draga úr skaðsemi úrgangs í hafi og á ströndum. OSPAR er samningur um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins sem Ísland hefur staðfest.

Umhverfisstofnun sér í flestum tilfellum um framkvæmd vöktunarinnar með aðstoð viðkomandi sveitarfélags og/eða landeigenda. Stofnunin hefur þó samið við Náttúrustofu Vestfjarða um framkvæmd vöktunar á Rauðasandi frá og með árinu 2017. Samið hefur verið við Háskólasetur Vestfjarða um vöktun á Rekavík bak Höfn á Hornströndum frá og með árinu 2018. Auk þess var gögnum safnað þar árið 2017. Árið 2018 tók starfsfólk hjá Biopol sjávarlíftæknisetrinu að sér vöktun á ströndinni Víkur, Skagaströnd.
Árið 2021 bættist við ný vöktunarströnd á Austurlandi. Samið var við Náttúrustofu Austurlands um framkvæmd vöktunar þrisvar sinnum á ári á ströndinni Ýsuhvammi í nágrenni Reyðarfjarðar.

 

 
 

Skýrslur