Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Skil á gögnum

Nauðsynlegt er að skila vöktunargögnum til að geta metið ástand vatnshlota en með vöktunargögnum eru vatnshlot ástandsflokkuð í samræmi við ákvæði laga stjórnar vatnamála og fylgst með mögulegum breytingum eða áhrifum á vatn vegna álags. Mengandi starfsemi hefur þá skyldu að vakta áhrif sín á umhverfið og er nú vinna í gangi við að innleiða kröfur stjórnar vatnamála í starfsleyfi mengandi iðnaðar. Samtímis er verið að straumlínulaga og auðvelda ferlið við skil á gögnum í gegnum Skilagátt stjórnar vatnamála. Jafnframt geta vöktunaraðilar t.d. verkfræðistofur, sveitarfélög, ríkisstofnanir, heilbrigðiseftirlit og náttúrustofur skilað inn vöktunargögnum í skilagáttina.  
  
Umhverfisstofnun hefur gert leiðbeiningar um hvernig skila eigi gögnum en fyrsta skrefið er að fá aðgang að Skilagáttinni í gegnum island.is.