Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Vöktun í straumvatni

Einn þáttur í vöktun straumvatna er til að fylgjast með styrk uppleystra og fastra efna sem berast með þeim til sjávar. Nauðsynlegt er að vakta styrk og framburð efna með straumvötnum, bæði til að afla grunnþekkingar á straumvötnum á Íslandi og til að fylgjast með framburði mengandi efna sem oft eiga uppruna sinn í manngerðu umhverfi s.s. vegna fráveitu, iðnaðar og landbúnaðar.

Frá árinu 1996 hafa eftirfarandi mæliþættir verið vaktaðir í Þjórsá og Ölfusá: lífrænt kolefni (DOC og POC/TOC), svifaur, næringarefni, þungmálmar/snefilefni, rennsli og eðlisþættir (vatnshiti, leiðni og sýrustig) til að afla gagna og upplýsa um efnastyrk og efnaframburð í straumvötnum á Íslandi. Niðurstöðum vöktunarinnar er skilað í gagnagrunn OSPAR sem kallast Riverine Input and Direct Discharges (RID), en NIBIO (Norwegian Institute of Bioeconomy Research) heldur utan um gögnin og gefur árlega út yfirlitsskýrslu (Riverine Inputs and Direct Discharges to Convention Waters - 2017). Jarðvísindastofnun Háskólans og Veðurstofa Íslands sáu um vöktunina á árunum 1996–2019, en árið 2020 tók Hafrannsóknastofnun við hlutverki Jarðvísindastofnunar við framkvæmd vöktunarinnar.

Aukning á styrk næringarefna (PO4, NO3 og NH4) getur bent til lífrænnar mengunar s.s. vegna fráveitu og afrennslis frá landbúnaði. Styrkur margra málma getur orðið það mikill að hann verður hættulegur lífríkinu. Slík aukning getur bent til efnamengunar t.d. frá iðnaði.

Þungmálmar í vatni 

Umhverfismörk I (blátt): Mjög lítil eða engin hætta á áhrifum
Umhverfismörk II (grænt): Lítil hætta á áhrifum

Litaflokkun skv. reglugerð 796-1999 um varnir gegn mengun vatns

 

Þungmálmar í Ölfusá 1996-2024

Þungmálmar í Ölfusá 1996-2024

Þungmálmar í Norðurá 2004–2024

Þungmálmar í Norðurá 2004–2024