Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Á ég að láta úða garðinn?

Hvað þarf að hafa í huga þegar garðaúðarinn birtist og býður þjónustu sína?

  • Kanna hvort viðkomandi sé með leyfi til garðaúðunar og geti framvísað gildu notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum frá Umhverfisstofnun.
  • Einungis fagmenn, sem hafa starfsleyfi til úðunar garða, mega taka að sér í atvinnuskyni að úða garða. Þessir aðila hafa þekkingu og reynslu á sviði úðunar garða og aðgang að réttu efnunum til þess að ná árangri. Þeir skulu framkvæma úðun samkvæmt settum reglum sem eiga við um úðun garða.
  • Meta þörf fyrir úðun áður en hafist er handa. Garðeigandinn ætti sjálfur að fara út í garðinn og taka þátt í matinu þannig að hann upplifi ástandið í eigin persónu og að tekin sé meðvituð ákvörðun.
  • Ef skoðun leiðir í ljós skemmdir á gróðri en lítið sem ekkert sést af skaðvöldum, þá er orðið of seint að úða og í raun og veru hreinlega skaðlegt vegna þess að með því er verið að drepa saklaus nytjadýr, auk þess sem laufblöðin á plöntunum láta oft á sjá eftir úðun.
  • Ef hvorki sjást skemmdir né skaðvaldar á gróðri er sömuleiðis gangslaust að úða, þá hefur e.t.v. maðkurinn enn ekki klakist út og virka efnið nær því ekki til hans. Rétti tíminn til þess að bregðast við er því mjög skammur og mikilvægt að fylgjast vel með og grípa til aðgerða á hárréttum tíma.