Naglalakk

Naglalakk inniheldur ekki eiturefni en geta innihaldið efni sem eru óæskileg fyrir heilsuna. Dæmi má nefna lífræna leysiefnið tólúen sem getur valdið ertingu í húð. Nú þegar fást naglalökk án tólúens en algengt er að naglalökk frá Bandaríkjunum innihaldi tólúen.

Almenn ráð til að minnka snertingu sína við óæskileg efni í naglalakki:

  • Loftum út þegar við naglalökkum okkur. Naglalökk og naglalakkaeyðar geta innihaldið leysa sem gufa upp í loftið og við getum andað því að okkur.
  • Hægt er að versla svansvottaðann naglalakkaeyði.
  • Forðumst að fá naglalakk á húðina okkar. Þetta á sérstaklega við vörur sem innihalda akrýlöt og bensófenón. Ef það kemst á húðina er best að taka naglalakkið af og þvo hendurnar með sápu þar sem akrýlötin eru mjög ofnæmisvaldandi.
  • Naglalím getur innihaldið efni eins og akrýlöt og því er gott að forðast þess að fá límið á húðina.
  • Sumar naglavörur sem eru ætlaðar til að styrkja neglur innihalda efnið formaldehýð. Því er mikilvægt að skoða innihaldslýsingu varanna.
  • Ef einhver naglavara er að valda útbrotum, roða eða kláða þá er best að hætta strax notkuninni.
  • Ekki nota naglalökk eða naglalakkavörur á ungabörn.
  • Börn ættu ekki að nota naglalakk alla daga. Best er ef fullorðinn hjálpar barninu að naglalakka sig svo það fari ekki á húðina og lofta vel um á meðan.