Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Rakstur

Það eru til ýmsar vörur til raksturs, hvort heldur sem á að nota þær á skeggið, fótleggina eða aðra líkamshluta. En það skiptir máli hvað er valið því sumar þessar vörur innihalda efni sem geta haft skaðleg áhrif á heilsu og umhverfið. Hér er bæði átt við raksápu og háreyðingarkrem.

  • Lestu innihaldslýsinguna í raksápu, vaxi og háreyðingarkremi áður en þú kaupir þær.
  • Veldu vörur án ilmefna.
  • Veldu vörur án bakteríudrepandi efnanna tríklósan og natríum bórats
  • Veldu vörur án rotvarnarefnanna paraben sem eru talin geta raskað hormónajafnvægi líkamans. Gættu þess að snyrtivörur sem þú kaupir innihaldi ekki bönnuð paraben en þau eru ísóprópýl-, ísóbútýl-, fenýl-, bensýl- og pentýlparaben
  • Þegar keypt er ný rakvél þá er sniðugt að spyrjast fyrir um tegund þar sem hægt er að fá nýja rafhlöðu ef sú sem fylgir vélinni skemmist.
  • Þegar keypt er skafa skal velja tegund þar sem hægt er að skipta um blað, en ekki henda heilli sköfu í hvert sinn sem blaðið verður bitlaust.
  • Til eru græjur sem brýna rakvélablöð.

Forðastu eftirfarandi rotvarnarefni sem geta valdið ofnæmi

  • Efni sem gefa frá sér formaldehýð
  • Methyldibromo glutaronitrile (aðeins í vörum sem eru skolaðar af, t.d. raksápu)
  • Imidazolidinylurea/Diazolidinylurea.
  • Iodopropynylbutylcarbamat (IPBC).
  • Methylisothiazolinone og methylchloroisothiazolinone (Kathon).
  • Bromo-2-nitropropane-1,3-diol (bronopol).

Háreyðingarkrem geta innihaldið mörg af þeim efnum sem nefnd eru hér að ofan. Auk þess innihalda slík krem efni sem eiga að tryggja mjög hátt sýrustig en slíkt er nauðsynlegt til að fjarlægja hárin. Þessi efni geta verið slæm fyrir húðina og því er það góð regla að prófa kremið á litlu húðsvæði áður en það er notað í stórum stíl. Þannig er hægt að sjá hvernig húðin bregst við.