Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Svitalyktareyðir

Svitalyktareyðar hafa þá verkun að hemja vöxt baktería sem lifa í svita og/eða minnka svitamyndun. Þetta eru fjölbreyttur vöruflokkur sem getur innihaldið sömu efnin og krem eða tannkrem sem geta haft skaðleg áhrif á heilsu manna og umhverfi. Svitalyktareyðar innihalda oft ilmefni sem mörgum finnst ákjósanlegt til að yfirgnæfa svitalyktina. Hins vegar geta ilmefni valdið ofnæmi.