Alvarlegur heilsuskaði

Efni sem geta valdið langvarandi áhrifum eins og krabbameini, skaða á erfðaefni og skertri frjósemi. Á einnig við um efni sem valda ofnæmi við innöndun eða astmaeinkennum, eru skaðleg í ákveðnum líffærum og eru banvæn við inntöku ef þau komast í öndunarveg.

Dæmi

Terpentína, bensín, sellulósaþynnir, lampaolía og grillvökvi.

Varúðarreglur

Forðist inntöku, innöndun, snertingu við húð og augu. Klæðist hlífðarhönskum og hlífðargleraugum ef hætta er á að efnið/efnablandan slettist í augu. Umbúðum og innihaldi þeirra skal farga í samræmi við gildandi reglur.

Hætta

Ofnæmisviðbrögð í öndunarvegi og öndunarerfiðleikar. Gufur geta valdið höfuðverk og vímu. Inntaka getur valdið óþægindum og ert slímhúð í maga. Sumar vörur geta verið banvænar sé þeirra neytt og komist þær í öndunarveg getur það valdið því sem kallað er lungnabólga af völdum efna (e. chemical pneumonia). Snerting við sumar vörur getur valdið varanlegu heilsutjóni, til dæmis krabbameini og ófrjósemi.