Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Bráð eituráhrif

Efni sem valda bráðum eiturhrifum við inntöku, snertingu við húð og/eða innöndun. Vörur sem bera þetta hættumerki geta valdið dauða.

Dæmi

Plöntuverndarvörur, útrýmingarefni, metanól, nikótínáfyllingar fyrir rafrettur

Varúðarreglur

Þessar vörur finnast yfirleitt ekki á hefðbundnum heimilum heldur frekar á vinnustöðum. Til að kaupa vörur sem bera þessa merkingu þarf einstaklingur að vera orðinn 18 ára og þeir sem nota svona vörur vegna vinnu sinnar þurfa að afla sér eiturefnaleyfis frá Vinnueftirliti ríkisins. Við notkun og meðhöndlun þarf hugsanlega að nota öndunarbúnað, hlífðarhanska, hlífðargleraugu og sérstakan vinnufatnað. Plöntuverndarvörur og útrýmingarefni verður að geyma í lokuðum hirslum. Umbúðum og innihaldi þeirra skal farga í samræmi við gildandi reglur. Geyma skal þessar vörur á læstum stað.

Hætta

Vörurnar eru eitraðar og geta verið banvænar við inntöku, í snertingu við húð og/eða við innöndun.