Gas undir þrýstingi

Gas í umbúðum undir þrýstingi (2 bör eða meira).

Dæmi

Flöskur með fljótandi gasi, logsuðugas, súrefnishylki.

Varúðarreglur

Gas undir þrýstingi verður að geyma á vel loftræstum stað sem varinn er gegn sólarljósi og hita. Gangið úr skugga um að allar slöngur og tengingar séu þéttar. Notið hlífðarbúnað.

Hætta

Athugið: Gas undir þrýstingi getur sprungið við hitun. Hættugerðin er sýnd á merkimiðanum og getur verið mjög breytileg allt eftir því hvort gasið er eldfimt, eldnærandi, eitrað eða tærandi. Gashylki getur einnig innihaldið kælt gas sem getur valdið kali