Lífrænt

Lífræn ræktun

Merki um lífræna ræktun eru til marks um að við framleiðslu hráefna í tiltekna vöru hefur alþjóðlegum stöðlum um lífræna ræktun verið fylgt. Ef merki um lífræna ræktun er á er á brauðtegund þá segir það sem sagt ekki til um það hvernig brauðið var bakað eða í hvernig umbúðum það er heldur er þá eingöngu verið að vísa til þess að ákveðin skilyrði voru uppfyllt þegar hráefnin í brauðinu voru ræktuð. Sumir staðlar um lífræna ræktun ná þó lengra, sjá hér að neðan.

Skilyrði um lífræna ræktun fjalla til dæmis um að:

  • sáðvara, áburður og varnarefni þurfa  að vera af náttúrulegum toga
  • skiptiræktun er stunduð í stað síræktunar
  • búfé fær lífrænt fóður

Hér að neðan er að finna örlitla umfjöllun um helstu merki um lífræna ræktun sem finna má hér á landi. Það fer að mestu eftir uppruna vörunnar hvaða merki er að finn á henni.

Fleiri merki fyrir lífræna ræktun má finna hér

 

 Tún

Merki vottunarstofunnar Tún, eru lífræn vottun. Tún er faggild eftirlits- og vottunarstofa fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu. Tún er þróunarfélag í þágu almannahagsmuna og vinnur að nýsköpun matvælaframleiðslu og náttúrunytja í samræmi við alþjóðlega staðla um tillitsemi við lífríki og náttúru. Siðfræði sjálfbærrar þróunar og heilbrigðis allrar lífkeðjunnar eru megin leiðarljós í þjónustu Túns.

Lestu meira um merki Túns á heimasíðu þeirra

 

Merki Evrópusambandsins fyrir lífræna ræktun

Framleiðsla á vörum sem eru vottaðar með þessu merki skal taka tillit til umhverfis og velferð dýra. Merkið má finna á vörum sem eru framleiddar í ótal Evrópusambandsríkjum.
Evrópusambandið gerir kröfu um að yfirvöld í viðkomandi ríki hafi eftirlit með framleiðendum og vörum. Eftirlitinu er ætla að tryggja að vörurnar séu ósviknar og að kröfum til framleiðsluaðferða sé fylgt. Í það minnsta einu sinni á ári láta yfirvöld kanna að framleiðendur standist kröfur um lífræna rætkun.
Merkið nær ekki yfir orku- eða samgönguþætti.

Lestu meira um merki Evrópusambandsins og lífræna ræktun á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Debio

Norska Debio merkið tryggir að við framleiðslu vörunnar hefur bæði norskum reglum og reglum Evrópubandalagsins um lífræna ræktun verið fylgt. Þannig tryggir Debio merkið að búið er að taka tillit til umhverfisins, dýraverndar og lífrænna ræktunarskilyrða.

 

Lestu meira um Debio á heimasíðu merkisins.

Demeter

Framleiðendur sem notast við merkið þurfa að standast tvenns konar eftirlit. Í fyrsta lagi þurfa þeir að fylgja ríkisreglum um lífræna vottun þar sem þeir notast við orðið ”Bio” í kynningu á vörum sínum. Í öðru lagi þurfa þeir að standast kröfur Demetersamtakanna um lífeflda ræktun (biodynamic). Samtökin notast  við tvö svipuð merki sem eru að öllu leyti sambærileg.

 

Lestu meira um Demetermerkið og lífeflda ræktun hjá dönsku Samtökunum um lífeflda ræktun


KRAV

 Merkið er opinbert sænskt merki sem vottar og hefur eftirlit með lífrænni ræktun. Merkið tryggir að við framleiðslu er tekið tillit til umhverfisþátta, velferð dýra, samfélagslegrar ábyrgðar og hollustu.
Til að fá merkið fyrir plönturækt þarf ræktunin í það minnsta að samræmast reglum EB um lífrænan landbúnað. Merkið er valfrjálst og framleiðandinn greiðir fyrir notkun á merkinu.

Lestu meira um KRAV merkið á heimasíðu merkisins 

Ø-Merkið

Merkið er einnig hægt að finna á erlendri lífrænni vöru ef hún er unnin í Danmörku. Lífræn unnin matvæli, s.s. pate, sulta og tilbúnir réttir mega ekki innihalda gervisykur eða gervi bragðefni og mun færri aukaefni eru leyfð en í matvælum sem framleidd eru á hefðbundinn hátt.
Ø-merkið með textanum "Statskontrolleret økologisk" er einnig hægt að finna á lífrænum vörum sem ekki eru matvæli s.s. fóðurvöru, fræum, forræktuðum plöndum og hunda- og kattaamat ef hann er framleiddur undir eftiliti lífrænna vara í Danmörku. Ø-merkið er notað í bæði rauðum og svörtum lit.

Lestu meira um Ø-merkið á heimasíðu merkisins 

 

 

Soil association

Markmið samtakanna eru að vernda umhverfið og stuðla að sjálfbærni en samtökin eru stærst sinnar tegundar í Englandi. Soil Association merkið tryggir að vörurnar uppfylli umhverfiskröfur ESB um lífræna ræktun en jafnframt uppfylla þau enn strangari kröfur um sjálfbærni.

The Soil Association hefur þróað röð metnaðarfullra staðla. Meðal annars er siðferðilegra sjónarmiða gætt, en  framleiðendur skuldbinda sig til að nota ekki börn í vinnu, að tryggja starfsfólki mannsæmandi lífskjör og forðast mismunun. Meðlimum samtakanna ber einnig að fylgja reglum um velferð dýra og sjálfbæra framleiðslu í landbúnaði og skógrækt. Hægt er að finna merki Soil Association á margvíslegum sviðum og vörum.

Lestu meira um merkið á á heimasíðu Soil Association

 

GOTS

GOTS stendur fyrir Global Organic Textile Standard eða Alþjóðlegi staðallinn fyrir lífræna vefnaðarvöru. Merkið er rekið af fjórum samtökum um lífræna rækun eða OTA (USA), IVN (Germany), Soil Association (UK) og JOCA (Japan) sem sammælast um kröfur fyrir lífræna vefnaðarvöru.
Samkvæmt kröfum merkisins þarf vefnaðarvara að vera í að minnsta framleidd úr 95% lífrænt ræktuðum trefjum og framleiðslan þarf að vera hvoru tveggja umhverfislega og félagsleg ábyrg. Einnig er hægt að fá vottun fyrir vefnaðarvöru sem inniheldur minna en 95% af lífrænt ræktuðum trefjum ef bómullinn kemur sannarlega frá ræktun sem er að vinna að því að ná lífrænni vottun.

Lestu meira um merkið á heimasíðu GOTS

 

EcoCert

EcoCert eru einkarekin samtök sem hafa réttindi til að reka og votta EcoCert merkið. EcoCert merkið má finna bæði á matvörum, vefnaðarvörum og snyrtivörum.

Lestu meira um EcoCert merkið á heimasíðu merkisins