Umhverfisstofnun var lögð niður 31. desember 2024. Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi.

Stefna ríkis: Í átt að hringrásarhagkerfi

Landsáætlun er ekki lengur í gildi - í staðinn er í gildi stefna um meðhöndlun úrgangs sem finna má í heildarstefnunni Í átt að hringrásarhagkerfi sem kom út í júní 2021

Gefin var út landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gilti fyrir tímabilið 2013-2024. Í áætluninni var að finna ítarlegt yfirlit yfir núverandi stöðu úrgangsmála á Íslandi, bæði hvað varðar magn einstakra úrgangsflokka og þróun mismunandi leiða í meðhöndlun úrgangs. Þar eru einnig sett fram tímasett markmið sem öll miða að því að bæta nýtingu auðlinda og lágmarka þau neikvæðu áhrif sem myndun og meðhöndlun úrgangs hefur á umhverfið og heilsu manna.

Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024 kom í stað fyrri áætlunar, sem kom út árið 2004 og gilti fyrir tímabilið 2004-2016. Í áætluninni var lögð áhersla á að ævinlega þurfi að skoða úrgangsmál í víðu samhengi, enda ræðst úrgangsmyndunin öðru fremur af neyslu einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Þetta kallar á að beitt sé lífsferilshugsun í allri stefnumótun og ákvarðanatöku um úrgangsmál, jafnt á vettvangi ríkis og sveitarfélaga. 

Eldri landsáætlanir