Loftgæðaupplýsingakerfi

Umhverfisstofnun hefur fest kaup á loftgæðaupplýsingakerfinu Airviro, en það mun auðvelda alla gagnasöfnun og rekstur loftgæðamælistöðvar í landinu. Kerfið var þróað af Sænsku veðurstofunni (SMHI) og Apertum (verkfræðistofu) og er samþætt kerfi notað til að vinna með gögn í formi tímaraða (loftmengunarmælingar) og auðvelda skráningu á uppsprettum loftmengandi efna og gerð loftdreifilíkana. Kerfið hefur verið í stöðugri þróun síðan 1990 og er notað í ótal löndum þar sem loftgæði eru mæld. 

Airviro býður upp á ótal möguleika í notkun og miðlun loftgæðagagna s.s.:

  • Auðvelda rekstur og eftirlit með loftgæðamælistöðvum í landinu og senda viðeigandi aðilum upplýsingar, t.d. ef stöð veður rafmagnslaus eða bilar.
  • Hafa eftirfylgni með og senda út tilkynningar til viðeigandi aðila ef loftmengunarefni fara yfir ákveðin mörk.
  • Auðvelda yfirferð á gögnum sem skilað er árlega Umhverfisstofnunar Evrópu samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins um mælingar á loftgæðum.
  • Geyma öll loftgæðagögn í einum og sama gagnagrunni og því verður aðgengi, notkun og miðlun gagnanna auðveldari.
  • Kortleggja losun loftmengandi efna og gerð loftdreifilíkana fyrir þau efni.
  • Spá fyrir um styrk loftmengandi efna í andrúmsloftinu á þéttbýlisstöðum á landinu a.m.k. tvo daga fram í tímann.

Í lok árs 2017 var heildarfjöldi virkra loftgæðamælistöðva á Íslandi um 36, en loftgæðamælingar frá stöðvunum munu streyma inn í Airviro kerfið í nær-rauntíma. Þannig verða þau birt á loftgæðavef Umhverfisstofnunar, loftgæði.is.