Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Lög og reglur

Skuldbindingar Íslands um losun loftmengunarefna

Umhverfisstofnun skilar árlega skýrslu um losun loftmengunarefna á Íslandi frá árinu 1990. Það er í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um loftmengun sem berst langar leiðir milli landa (The United Nations Convention on Long-range Transboundary Air Pollution - LRTAP Convention). Samningurinn öðlaðist gildi 1983 og hefur verið undirritaður af 51 ríki, þar á meðal Íslandi.

Til viðbótar við LRTAP samninginn hefur Íslandi einnig undirritað báðar Árósar-bókanirnar um þungmálma og þrávirk lífræn efni (Persistent Organic Pollutants-POPs). Ísland hefur aðeins staðfest bókunina um þrávirku lífrænu efnin og er því sérstaklega fjallað um þau efni (POPs) í bókhaldi Íslands yfir losun loftmengunarefna.

Losun þrávirkra lífrænna efna (POPs)

Undir Árósar-bókunina falla 16 þrávirk lífræn efni og er notkun á hluta þeirra bönnuð. Umhverfisstofnun heldur ítarlegt bókhald um losun þeirra efna er falla undir bókunina. Ísland hefur skuldbundið sig til að draga úr og með tímanum hætta losun á eftirfarandi þrávirkum lífrænum efnum:

  • Díoxín/fúrön – PCDD/PCDF
  • Fjölhringja arómatísk vetniskolefni – PAH4
    • B(a)p – Benzo(a)pyrene
    • B(b)f – Benzo(b)fluoranthene
    • B(k)f – Benxo(k)fluoranthene
    • IPy – Indeno (1,2,3-cd)pyrene
  • Hexaklóróbensen – HCB
  • Pólíklórbífenýlsambönd – PCBs

Losun þungmálma og annarra loftmengunarefna

Umhverfisstofnun heldur bókhald um losun þungmálma og annarra loftmengunarefna. Gögnunum er skilað árlega með gögnunum um POPs. Sífellt er unnið að úrbótum að útreikningum um losun efnanna. Umhverfisstofnun heldur bókhald utan um eftirfarandi efni:

  • Þungmálmar
    • Blý – Pb
    • Kadmín – Cd
    • Kvikasilfur – Hg
    • Arsen – As
    • Króm – Cr
    • Kopar – Cu
    • Nikkel – Ni
    • Selen – Se
    • Sink – Zn
  • Önnur loftmengunarefni
    • Óbeinar gróðurhúsalofttegundir
      • Rokgjörn, lífræn efnasambönd – NMVOC (non-methane volatile organic compounds)
      • Kolmónoxíð – CO
      • Brennisteinsdíoxíð SOx (SO2)
    • Ammóníak – NH3
    • Svifryk – TSP, PM10, og PM2,5 (total suspended particulate og particulate matter)
    • Sót – BC (black carbon)