Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Hraun í Öxnadal

Hraun í Öxnadal var friðlýst sem fólkvangur árið 2007. Markmiðið með friðlýsingu hluta jarðarinnar Hrauns í Öxnadal er að vernda svæðið til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu. Verndargildi svæðisins byggir á því að landslag og náttúrufar, sérstaklega jarðmyndanir, eru mjög fjölbreytt og eru þar m.a. mikilvægar minjar um horfna búskaparhætti.

Markmið friðlýsingarinnar er jafnframt að auðvelda umgengni og kynni af menningarminjum og bókmenntaarfi þjóðarinnar, en þar fæddist skáldið og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson.

Stærð fólkvangsins er 2286,3 ha.