Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Útivist og gönguleiðir

Innan friðlandsins má finna gönguleiðir við allra hæfi, allt frá þægilegri göngu á stígum í Laugahrauni upp í langar fjallgöngur með töluverðri hækkun. 

Gönguleiðakort

Reiðleiðakort

Friðlandinu er skipt upp í þrjú svæði með tilliti til viðkvæmrar náttúru og verndun hennar. Mismunandi reglur gilda um umferð fólks innan hvers svæðis.

Svæðisskipting og göngu- og reiðleiðir

Svæðisskipting - heildarkort

Hnit af svæði 1

Gestir friðlandsins eru beðnir um að fylgja reglum friðlandsins til að koma í veg fyrir álag á náttúru og virða aðra gesti friðlandsins.

Reglur um umferð og dvöl í friðlandinu

Ávalt skal huga að eigin öryggi þegar ferðast er um hálendi Íslands. Vegna vinds getur hitastig á hálendi breyst mikið á stuttum tíma og því alltaf ástæða til að hafa skjólgóðar flíkur til taks. Göngufólk er ávallt hvatt til að skrá ferðaáætlun sína inn á SafeTravel þegar skipuleggja á lengri gönguferðir. Einnig eru allar upplýsingar þar um veður, færð og ástand vega á hálendinu.