Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stjórnunar- og verndaráætlun

Þann 12. september 2022 undirritaði umhverfis-, orku-og lofslagsráðherra stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Geyssisvæðið að viðstöddum forsætisráðherra og starfsfólki Umhverfisstofnunar og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins, en svæðið var friðlýst sem náttúruvætti þann 17. júní 2020.

Fulltrúar Umhverfisstofnunar, Bláskógabyggðar og hagsmunaaðila skipuðu samstarfshóp sem vann áætlunina.  Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Geysi er ætlað að vera stefnumótandi skjal, unnið í samvinnu við rétthafa lands og sveitarfélag og er hugsað sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn svæðisins. Markmiðið með gerð hennar er að leggja fram stefnu um verndun Geysis og hvernig viðhalda skuli verndargildi svæðisins þannig að sem mest sátt ríki um. 

Hér að neðan er að finna verk- og tímaáætlun, samráðsáætlun og fundargerðir vegna gerð áætlunarinnar.

Fundargerðir samstarfshóps

1. fundur samstarfshóps 10. febrúar 2021 - fundargerð
2. fundur samstarfshóps 21. apríl 2021 - fundargerð
3. fundur samstarfshóps  8. júní 2021 - fundargerð
4. fundur samstarfshóps  1. september 2020 - fundargerð