Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Kirkjugólf


null


Kirkjugólf var friðlýst sem náttúruvætti árið 1987, mörk náttúruvættisins miðast við 10m spildu út frá Kirkjugólfinu en jaðarsvæðið 50m út frá Kirkjugólfi.  Svæðið einkennist af lágri stuðlabergsklöpp sem myndar um 80 fermetra slétt gólf. Endi stuðlabergsdranganna snúa upp úr jörðu. Landvættirnir á skjaldamerki íslands standa á stuðlabergshellu líkt og Kirkjugólf.