Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Landslagsverndarsvæði Þjórsárdal


Háifoss í Þjórsárdal

Svæði í Þjórsárdal var friðlýst í janúar 2020. Þjórsárdalur býr yfir jarðfræðilegri sérstöðu, fágætu, sérstöku og fögru landslagi ásamt sérstökum náttúrufyrirbærum sem þar er að finna, þ.e. Gjánni, Háafossi, Granna og Hjálparfossi, ásamt þykkum gjóskulögum og þyrpingum gervigíga. Dalurinn er nokkuð sléttlendur og vikurborinn eftir endurtekin eldgos í Heklu. Á svæðinu eru einnig mikil tækifæri til útivistar og sjálfbærrar ferðamennsku. Sérstaða svæðisins felst einkum í einstakri náttúru, sérstökum jarðmyndunum og menningarminjum sem vitna til um mannvistir á svæðinu á fyrri tímum, t.a.m. eru rústir bæjarins að Stöng innan svæðisins. Þá er einnig að finna í dalnum merka sögu varðandi endurheimt birkiskóga og uppgræðslu vikra sem unnið hefur verið að síðan árið 1938 með það að markmiði að endurheimta birkiskóga til að gera landsvæðið betur í stakk búið til að standast áföll, s.s. vegna öskufalls úr eldgosum.

Svæðið er friðlýst sem landslagsverndarsvæði en innan þess eru náttúruvættin Hjálparfoss, Gjáin og Háifoss og Granni.

Auglýsing um friðlýsingu svæðisins
Kort af svæðinu
Kort af Gjánni
Kort af Háafossi og Granna
Kort af Hjálparfossi