Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Ósland

Ósland
Ósland var friðlýst sem fólkvangur árið 1982 og var friðlýsingin endurskoðuð árið 2011. 

Ósland er eyja með landbrú við Höfn í Hornafirði. Þar finnast leirur með miklu fuglalífi. Í Óslandi má sjá basaltafsteypur af trjám sem þar hafa lent í hrauni. Stærð fólkvangsins er 16,9 ha

Markmiðið með friðlýsingunni er að tryggja svæði til útivistar og útikennslu í náttúrufræðum í sveitarfélaginu Hornafirði. Einnig er markmiðið að tryggja verndun sérstakra jarðmyndanna og fjölbreytts fuglalífs.