Eldborg í Bláfjöllum

Sjá þrívíddarkort af svæðinu.

Eldborg er einn þriggja gíga af eldborgargerð hjá Kóngsfelli. Eldborg var friðlýst sem náttúruvætti árið 1971.

Stærð náttúruvættisins er 34,8 ha.

Svæði í hættu

Svæðið er á appelsínugula listanum

Auglýsing nr. 121/1974 í Stjórnartíðindum B. 

Styrkleikar

Fallegt landslag og sérstakar jarðmyndanir einkenna svæðið sem er á vatnsverndarsvæði. Göngustígur liggur frá bílastæði upp á Eldborgina. Haustið 2012 var unnið í göngustígagerð á svæðinu, villustígum var lokað og mosi græddur í sár þar sem villustígar höfðu myndast um gíginn.

Veikleikar

Viðkvæmur gróður og jarðmyndanir. Svæðið er fast við veginn upp að Bláfjöllum og því er aðgengi að því mjög gott. Styrkja þarf innviði svæðisins til að hægt sé að koma til móts við þá sem vilja ganga um svæðið en mosinn og hraungígarnir eru mjög viðkvæmir og þola illa mikið traðk. Ekki er til verndaráætlun fyrir svæðið.

Ógnir

  • Fjölgun ferðamanna á svæðinu. 
  • Innviðir eru enn of stutt á veg komnir til að taka á móti miklum fjölda fólks. 
  • Mosi á svæðinu er víða illa farinn bæði af manna völdum og vegna veðurfars. 
  • Hætta er á því að gígurinn traðkist út ef ekki verður gripið til aðgerða. 

 Tækifæri 

  • Gerð verndaráætlunar 
  • Gera þarf úttekt og meta ástand svæðisins, þ.á.m. gönguleiða. Gera þyrfti gönguleiðir sem þola ágang ferðamanna. 
  • Halda þarf áfram að vinna við göngustíga og mosaígræðslu. 
  • Upplýsinga- og fræðsluskilti hefur verið sett upp haustið 2013. 
  • Samstarf við framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar sjálfboðavinnu á friðlýstum svæðum. 
  • Fyrirhugað er að gerður verði umsjónarsamningur við Reykjavík.