Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Garðahraun, Garðabæ

Garðahraun efra, Garðahraun neðra, Vífilsstaðahraun og Maríuhellar voru friðlýst sem fólkvangur í apríl 2014. Friðlýsingin var endurskoðuð og fólkvangurinn stækkaður í september 2021. 

Garðahraun og Vífilsstaðahraun (Svínahraun) eru hlutar hins svokallaða Búrfellshrauns. Hraunin eiga uppruna sinn í Búrfellseldstöðinni og eru talin vera um 8000 ára gömul. Svæðin eru aðgengileg og henta vel til útivistar, fræðslu og rannsókna fyrir áhugamenn jafnt sem vísindamenn. Innan þeirra eru merkar söguminjar, s.s. Berklastígur, sem var útivistarstígur sjúklinga frá berklahælinu á Vífilsstöðum og sk. Atvinnubótastígur, sem lagður var í atvinnubótavinnu frostaveturinn 1918, en var aldrei tekinn í notkun. 



Markmið með friðlýsingunni er að tryggja aðgengi almennings að náttúru svæðisins til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu í þéttbýli. Markmið friðlýsingarinnar er jafnframt að vernda jarðmyndanir sem eru fágætar á heimsvísu, náttúrulegt gróðurfar og dýralíf. Með friðlýsingunni er stuðlað að eflingu lífsgæða í sveitarfélaginu með því að tryggja möguleika til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu í náttúrulegu umhverfi. Með vernduninni skal tryggt að jarð- og hraunmyndum, náttúrulegu gróðurfari, fuglalífi og menningarlegu gildi verði ekki spillt og einkenni þess og sérkenni varðveitt.  

Auglýsing um friðlýsingu fólkvangsins 

Kort af fólkvanginum