Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Samstarfsnefnd um friðlandið Látrabjarg

Í samstarfsnefnd friðlandsins Látrabjargs eiga sæti tveir fulltrúar landeigenda, fulltrúi Vesturbyggðar ásamt fulltrúa Umhverfisstofnunar sem skal vera formaður nefndarinnar. Samstarfsnefndin skal funda eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Hlutverk hennar er að fjalla um framkvæmdaáætlun og landvörslu fyrir friðlandið, samvinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar ásamt endurskoðun og breytingar á henni, breytingar á friðlýsingarskilmálum og önnur stefnumótandi mál er varða friðlandið. 
Samstarfsnefndin er þannig skipuð: 

Aðalheiður Pálmadóttir, fulltrúi landeigenda 
Jón Pétursson, fulltrúi landeigenda
Geir Gestsson, fulltrúi Vesturbyggðar
Edda Kristín Eiríksdóttir, fulltrúi Umhverfisstofnunar

Fundargerð 11. desember 2024

Fundargerð 13. mars 2024

Fundargerð 4. júní 2021

Fulltrúar samstarfsnefndar um friðlandið Látrabjarg vinna nú að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir svæðið og funda reglulega á þeim vettvangi. Fylgjast má með þeirri vinnu hér - stjórnunar- og verndaráætlanir í vinnslu/látrabjarg