Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Suðurland

Friðlönd

  • Dyrhólaey, Mýrdalshreppi, V-Skaftafellssýslu. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 101/1978. Stærð 147,2 ha.
  • Friðland að fjallabaki, Rangárvallasýslu. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 354/1979. Stærð 44.633,4 ha.
  • Gullfoss, Biskupstungnahreppi, Árnessýslu. Lýstur friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 141/1979. Stærð 154,9 ha.
  • Herdísarvík, Ölfushreppi, Árnessýslu. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 121/1988. Stærð 4.218 ha.
  • Oddaflóð, Rangárvallahreppi, Rangárvallasýslu. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B nr. 634/1994. Stærð 568,4 ha.
  • Pollengi og Tunguey, Biskupstungnahreppi, Árnessýslu. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B nr. 457/1994. Stærð 657,5 ha.
  • Surtsey, Vestmannaeyjum. Lýst friðland 1965. Friðlýsing endurskoðuð með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 122/1974. Stærð 6.558,9 ha. Vegna vísindarannsókna er óheimilt að fara í eyna án leyfis Náttúruverndarráðs. Skot eru bönnuð nær eynni en 2 km. Breytt með augl. í stj.tíð. B. nr.50/2006 og var friðlandið stækkað verulega og nær í dag yfir alla eldstöðina Surtsey, ásamt hafsvæðið umhverfis, samtals 65 ferkílómetra
  • Viðey í Þjórsá var friðlýst 24. ágúst 2011 sem friðland, með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 850/2011. Viðey í Þjórsá er sérstök m.a. vegna þeirrar umgerðar sem straumþung áin veitir. Mikilvægi svæðisins felst einnig í möguleika á samanburði t.d. birkisins, sem þar hefur vaxið án teljandi áhrifa mannsins, við birki annarsstaðar í landinu. Í Viðey hafa fundist yfir 70 háplöntutegundir, þar af tvær tegundir sjaldgæfar á landsvísu. Eyjan er 3.37 ha að stærð.
  • Þjórsárver, Árnessýslu, Rangárvallasýslu. Lýst friðland 1981. Friðlýsing endurskoðuð með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 507/1987. Stærð 35.783,9 ha. Svæðið er verndað samkvæmt samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf (Ramsar). Á tímabilinu 1. maí til 10. júní er umferð um varplönd heiðargæsar bönnuð.

Náttúruvætti

  • Árnahellir í Leitahrauni, sveitarfélaginu Ölfusi. Friðlýstur sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 591/2002. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda hellinn og einstæðar jarðmyndanir sem í hellinum eru. Hellirinn er í flokki örfárra hella á jörðinni sem skarta jafn glæsilegum og ósnortnum hraunmyndunum og er náttúrufyrirbæri á heimsvísu. Stærð 8 ha.
  • Gervigígar í Álftaveri, Skaftárhreppi, V-Skaftafellssýslu. Friðlýstir sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 105/1975. Stærð 3.436,1 ha.
  • Dverghamrar, Skaftárhreppi, V-Skaftafellssýslu. Friðlýstir sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, 446/1987. Stærð 2,14 ha.
  • Jörundur í Lambahrauni, Árnessýslu. Friðlýstur sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 333/1985. Stærð 6,5 ha. Vegna verndunar jarðmyndana er óheimilt að fara í hellinn án leyfis Náttúruverndarráðs.
  • Kirkjugólf, Skaftárhreppi, V-Skaftafellssýslu. Friðlýst sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 426/1987. Stærð 1 ha.
  • Skógafoss, A-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu. Friðlýstur sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 477/1987. Stærð 165,2 ha.

Fólkvangar

Bláfjöll, Bessastaðahreppi, Garðabæ, Gerðahreppi, Grindavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ (áður Keflavík og Njarðvík), Reykjavík, Sandgerði (áður Miðneshr.), Seltjarnarnesi, Vatnsleysustrandarhreppi og Ölfushreppi, Gullbringusýslu, Kjósarsýslu og Árnessýslu. Fólkvangur 1973. Friðlýsing endurskoðuð með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 173/1985. Stærð 8.400 ha.

Önnur friðuð svæði

Geysir, Biskupstungnahreppi, Árnessýslu. Hverasvæðið var í umsjá Geysisnefndar frá 1953 til ársloka 1990, en frá 1. janúar 1991 í umsjá Náttúruverndarráðs. Stærð 15 ha.

Þingvellir, Þingvallahreppi, Árnessýslu. Friðlýst samkvæmt lögum nr. 47/2004. Svæðið er í umsjá Þingvallanefndar sem starfar undir Alþingi. Stærð 22.788,7 ha.

Aðrar náttúruminjar

701. Núpsstaður, Núpsstaðarskógar og Grænalón, Skaftárhreppi, V-Skaftafellssýslu. (1) Allt land Núpsstaðar frá stórstraumsfjörumörkum upp í jökul. (2) Sérstætt svæði vegna náttúrufars og fegurðar. Söguminjar, gamlar byggingar.

702. Tungnafellsjökull og Nýidalur (Jökuldalur) (516), S-Þingeyjarsýslu, Rangárvallasýslu. (1) Jökullinn ásamt undirhlíðum, Tómasarhaga, Nýjadal og jarðhitasvæði í Vonarskarði. (2) Fjölbreytilegt landslag með fögrum og sérstæðum gróðurvinjum.

703. Fjaðrárgljúfur, Skaftárhreppi, V-Skaftafellssýslu. (1) Gljúfrið allt. (2) Tilkomumikið gljúfur í móbergi.

704. Grenlækur, Skaftárhreppi, V-Skaftafellssýslu. (1) Grenlækur ásamt Tröllshyl, Arnardrangshólma og Stararflóði milli Grenlækjaróss og Þykkvabæjar. (2) Víðáttumikil flæðiengi, tjarnir, lindir og lækir. Auðugt og óvenjulegt lífríki, mikið fuglalíf.

705. Steinsmýrarflóð, Skaftárhreppi, V-Skaftafellssýslu. (1) Votlendið frá jaðri Eldhrauns norður og austur að söndum og suður að Eldvatni. (2) Gulstararflóð og grunnt stöðuvatn. Mikið fuglalíf.

706. Eldgjá, V-Skaftafellssýslu. (1) Eldgjá á Skaftártunguafrétti milli Gjátinds og Svartahnúksfjalla. Til norðausturs ræður lína úr Gjátindi í Skaftá á móts við Skælinga. Til austurs ræður Skaftá niður að brú á Syðri-Ófæru og þaðan lína um hátind Bláfjalls suðvestur í Öldufell. Til vesturs ræður lína úr Öldufelli um Svartafell í Svartahnúk. (2) Eldgjá er hluti af um 40 km langri gossprungu sem vitnar um stórkostleg eldsumbrot á nútíma. Stórbrotið og fjölbreytt landslag. Vinsælt útivistarsvæði. Æskilegt er að tengja svæðið Friðlandi að Fjallabaki.

707. Veiðivötn, Rangárvallasýslu. (1) Veiðivötn og umhverfi þeirra. Að norðvestan liggja mörk um Vatnaöldur, norður fyrir Hraunvötn og síðan til austurs um Hraunskarð sunnan Svartakambs í Jökulvatn. Tungnaá ræður mörkum að suðaustan og vestan. (2) Fagurt og sérkennilegt landslag með fjölskrúðugu lífríki í nálægt 600 m h.y.s. Vinsælt útivistarsvæði.

708. Dyrhólaós, Loftsalahellir, Reynisdrangar og Reynisfjall, Mýrdalshreppi, V-Skaftafellssýslu. (1) Fjörur, þar með Reynisfjara öll og grunnsævi í Dyrhólaósi ásamt Loftsalahelli og nánasta umhverfi. Reynisfjall upp að efstu brúnum, frá Görðum að vestan, suður fyrir fjallið að Króktorfuhaus, ásamt Reynisdröngum og Hellnaskaga. (2) Í Dyrhólaósi eru sjávarleirur, þær einu á Suðurlandi, með sérstæðum lífsskilyrðum. Loftsalahellir er sögustaður og sérstæður hellir í móbergshamri syðst í Geitafjalli. Fjölbreyttar stuðlabergsmyndanir, hellisskútar og gróskumiklar hlíðar. Mikið fuglalíf. Sögulegar minjar.

709. Skammadalskambar í Mýrdal, Mýrdalshreppi, V-Skaftafellssýslu. (1) Efri hluti Skammadalskamba og Sjónaröxl, upp af bæjunum Skammadal og Skammadalshóli. (2) Fornar sæskeljar og kuðungar í setbrotum á víð og dreif um móbergið.

710. Vatnsdalur á Dalsheiði, Mýrdalshreppi, V-Skaftafellssýslu. (1) Dalurinn afmarkast af Ögmundarhöfða að norðan, Vatnstindi og Gæsatindum að austan og sunnan. Innan markanna er Gæsaá ásamt nánasta umhverfi, allt að Hálsgili. (2) Vatnsdalur er geysistór og hrikalegur sprengigígur. Suðvestan í honum er Gæsavatn, en úr því fellur Gæsaá í slæðufossum niður í Hálsgil. Ísaldarminjar.

711. Eyjarhóll, Mýrdalshreppi, V-Skaftafellssýslu. (1) Eyjarhóll og um 200 m breið pöldrótt brekka norður af hólnum í Pétursey. (2) Stakur keilulaga blágrýtishóll, afar sérstætt stallalandslag vegna paldra (jarðsils).

712. Kvernugil, A-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu. (1) Gilið og nánasta umhverfi. (2) Sérstætt gljúfur með fögrum fossi, þ.e. Kvernufossi.

713. Drangurinn í Drangshlíð, A-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu. (1) Drangurinn og nánasta umhverfi, í landi Drangshlíðar undir Eyjafjöllum. (2) Sérkennilegur móbergsdrangur, áberandi einkenni í landslagi.

714. Þórsmörk, Rangárvallasýslu. (1) Þórsmörk, Almenningar og afréttir sunnan Krossár vestur að Jökultungum. (2) Fjölbreytt og fagurt landslag. Skóglendi í skjóli jökla, að hluta til í umsjá Skógræktar ríkisins. Vinsælt útivistarsvæði.

715. Bleiksárgljúfur, Fljótshlíðarhreppi, Rangárvallasýslu. (1) Gljúfrið ásamt fossum. (2) Þröngt og djúpt gljúfur. Fjölbreyttur gróður.

716. Merkjárfoss (Gluggafoss), Fljótshlíðarhreppi, Rangárvallasýslu. (1) Foss í Merkjá rétt vestan Múlakots. (2) Hár og sérstæður foss í fögru umhverfi.

717. Litla- og Stóra-Dímon, V-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu. (1) Höfðarnir Litla- og Stóra-Dímon, í landi Eyvindarkots, ásamt nánasta umhverfi. (2) Svipmiklir, stakir móbergshöfðar.

718. Nauthúsagil, V-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu. (1) Nauthúsagil ásamt fossi, skammt fyrir innan Stóru-Mörk. (2) Djúpt og þröngt gil, fallegur foss.

719. Tjarnir og Tjarnanes, V-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu. (1) Að austan liggja mörk svæðisins um Markarfljót og að vestan um Ála. (2) Gróður og dýralíf. Mólendi og votlendi, mikið fuglavarp.

720. Seljalandsfoss og Gljúfrabúi, V-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu. (1) Fossarnir báðir, svo og hamrarnir og brekkan milli þeirra. (2) Einkar fallegir fossar, sem setja mikinn svip á landslagið, gróskumiklar brekkur.

721. Elliðaey, Vestmannaeyjum. (1) Eyjan öll. (2) Mjög miklar og sérstæðar sjófuglabyggðir.

722. Ystiklettur, Vestmannaeyjum. (1) Ytri hluti Norðurkletta utan línu sem hugsast dregin norður úr botni Klettsvíkur. (2) Miklar og sérstæðar fuglabyggðir.

723. Helgafell og Eldfell, Vestmannaeyjum. (1) Eldfjöllin bæði, hluti af nýja hrauninu og Flakkarinn við Skans. Norðurmörk liggja frá Prestavík með suðurjaðri athafnasvæðis hitaveitunnar, vestur fyrir fellin og til sjávar við Skarfatanga. (2) Stórfenglegt landslag og fræðandi um myndun og mótun lands.

724. Hellisey, Vestmannaeyjum. (1) Eyjan öll. (2) Mjög falleg eyja, mikið um bjargfugl.

725. Súlnasker, Vestmannaeyjum. (1) Eyjan öll. (2) Um 70 m há klettaeyja. Mikið um bjargfugl, bæði utan í og ofan á eynni.

726. Skúmsstaðavatn, V-Landeyjahreppi, Rangárvallasýslu. (1) Skúmsstaðavatn ásamt votlendi ofan Landeyjasands milli Grímsstaða og Klaufar, svo og Kuggavatn. (2) Gróðurmikið stöðuvatn, tjarnir og stararflóð. Mikið fuglalíf.

727. Lambhagavatn og Langanes, Rangárvallahreppi, Rangárvallasýslu. (1) Lambhagavatn og votlendi á Langanesi, milli Lambhagasíkis og Tíðholts. (2) Votlendi með einstæðu gróðurfari. Mikið og sérstætt fuglalíf.

728. Safamýri, Ásahreppi, Djúpárhreppi, Rangárvallasýslu. (1) Votlendi sunnan Flóðkeldu og Mýrarskurðar að Kálfalæk, ásamt Frakkavatni og Kringlutjörn. Að sunnan liggja mörk um Þríkeldur og Hesthólma. (2) Gróðurmikil vötn og mýrlendi. Mikilvægur viðkomustaður farfugla.

729. Sauðholtsnes, Ásahreppi, Rangárvallasýslu. (1) Svæðið afmarkast af Þjórsá að vestan, Steinslæk að austan og Miðási og Kálfalæk að norðan. (2) Víðáttumiklar og lífríkar mýrar. Mikið og fjölbreytt fuglalíf.

730. Hekla, Rangárvallasýslu. (1) Mörk frá Norðurbotnum um Sölvahraun í Valafell og þaðan í Stóra-Mælifell. Að austan ráða vesturmörk Friðlands að Fjallabaki og að sunnan frá Laufafelli um Krakatind í Vondubjalla. Þaðan í Selsundsfjall, Melfell í Ytri-Rangá við Stóra-Glerhausgil og upp með ánni að Norðurbotnum. (2) Eitt þekktasta eldfjall landsins.

731. Þjórsárdalur, Gjáin og fossar í Fossá, Gnúpverjahreppi, Árnessýslu. (1) Að vestan fylgja mörkin Fossá ásamt suðausturhlíðum Fossöldu upp fyrir Háafoss og Granna, en þaðan í Sandafell. Frá Sandafelli ræður Rauðá mörkunum allt að Fossá og frá ármótunum 100 m breitt belti sitthvoru megin Fossár allt niður í Þjórsá. (2) Fagrir fossar á vinsælu útivistarsvæði. Háifoss er talinn næsthæsti foss landsins. Gjáin er sérstætt gljúfur og þar eru athyglisverðar bergmyndanir. Söguminjar.

732. Kerlingarfjöll, Árnessýslu. (1) Fjallaklasi milli Kerlingaröldu og Rauðkolla að sunnan og Skeljafells, Ásgarðsfjalls og Þverfells að norðan. Að vestan liggja mörk um Bringur, en að austan um Kisubotna og Mosdal. (2) Stórbrotið og litríkt landslag, mikill jarðhiti. Vinsælt útivistarsvæði.

733. Þjófadalir og Jökulkrókur, Biskupstungnaafrétti, Árnessýslu. (1) Þjófadalir, ásamt landi vestur að Langjökli. Að norðan liggja mörkin um Rauðkoll og Þröskuld, jaðar Kjalhrauns að austan og Innra- og Fremra-Sandfell að sunnan. (2) Stórskorið og sérkennilegt landslag í nánd við jökul. Grösug dalverpi í yfir 600 m h.y.s.

734. Hvítárvatn og Hvítárnes, Biskupstungnaafrétti, Árnessýslu. (1) Vatnið ásamt Fróðárdölum og Hvítárnesi, vestan Kjalvegar hins forna. Norðurmörk liggja um Sólkötlu, Innri-Fróðárdal, um Baldheiði og með austurhlíðum Hrefnubúða að Fúlukvísl. (2) Víðáttumikið gróið votlendi á upptakasvæði Hvítár.

735. Austurbakki Hvítárgljúfurs, Hrunamannahreppi, Árnessýslu. (1) Bakkinn, ásamt um 1 km breiðri spildu austan hans, frá Þorsteinshöfða að Háöldu við Tungufell. (2) Fjölbreytt landslag.

736. Brúarhlöð, Hrunamannahreppi, Biskupstungnahreppi, Árnessýslu. (1) Árgljúfur Hvítár frá Brúarhlöðum upp að Ármótum (Hvítá og Fossá), ásamt 200 m belti beggja vegna árinnar. (2) Tilkomumikið gljúfur með kjarri- og skógivöxnum bökkum.

737. Haukadalur og Almenningur, Biskupstungnahreppi, Árnessýslu. (1) Svæðið afmarkast af Laugaá, Beiná, Almenningsá, Tungufljóti og skógræktargirðingunni í Haukadal. (2) Hverasvæðið við Geysi og Haukadalur eru vinsælt útivistarsvæði. Áhugaverðar jarðmyndanir, m.a. líparít í Laugarfelli og gamalt hverasvæði í Hvítamel. Almenningar er ósnortið mýrasvæði, eitt af fáum slíkum á Suðurlandi.

738. Pollengi, Biskupstungnahreppi, Árnessýslu. (1) Votlendi milli Hvítár og Tungufljóts norðan hins friðlýsta svæðis Pollengis og Tungueyjar (sbr. hér að framan), allt norður og austur undir Krók, Galtalæk og Ásakot. Galtalækjartjörn, Lambhúskotstjörn og Vatnsstæði. (2) Margbreytilegt votlendi með fjölbreyttu gróðurfari og miklu fuglalífi.

739. Brúará og Brúarskörð, Laugardalshreppi, Biskupstungnahreppi, Grímsneshreppi, Árnessýslu. (1) Brúará frá upptökum í Brúarskörðum og niður að ármótum Hvítár ásamt 200 m spildu beggja vegna árinnar. (2) Lindá með óvenjulegum fossi, Brúarfossi. Fjölskrúðugur gróður og fuglalíf. Tilkomumikið landslag í Brúarskörðum.

740. Skjaldbreiður, Árnessýslu. (1) Að sunnan frá 532 m hæðarpunkti í Lágafelli eftir beinni línu dreginni í 1.005 m hæðarpunkt á Skriðu. Þaðan í 671 m hæðarpunkt á Skaga og í Hlöðufell (1.188 m hæðarpunkt), þá í 670 m hæðarpunkt suður af Langafelli, í Litla-Björnsfell (914 m hæðarpunkt), þá í sýslumörk og suður eftir hreppamörkum Þingvalla- og Laugardalshrepps. (2) Skjaldbreiður er eldfjall, og er fagurformuð hraundyngja, 1.060 m h.y.s.

741. Laugarvatn, Laugardalshreppi, Árnessýslu. (1) Vatnið ásamt mýrlendi við Djúpárós og fenjasvæði norðaustanvert við það. (2) Stöðuvatn og votlendið umhverfis, sem að einhverju leyti er undir áhrifum frá jarðhita. Gróskumikill gróður, fundarstaður sjaldgæfra jurta.

742. Tintron, Laugardalshreppi, Árnessýslu. (1) Tintron í Reyðarbarmshrauni sunnan við Stóru-Dímon. (2) Sérstæður hraunketill, um 20 m djúpur.

743. Þingvellir og Þingvallavatn, Þingvallahreppi, Grafningshreppi, Grímsneshreppi, Árnessýslu. (1) Þingvellir og land jarðanna Kárastaða, Brúsastaða, Svartagils og Gjábakka samkvæmt sérlögum nr. 59/1928. Þingvallavatn, ásamt eyjum og strandlengju umhverfis vatnið. (2) Þingvellir eru einstæður sögustaður, landslag stórbrotið og fágætt að jarðfræðilegri gerð. Þingvallavatn er lífauðugt vatn í sigdal og má þar m.a. finna fjögur afbrigði af bleikju.

744. Höfðaflatir, Skeiðahreppi, Biskupstungnahreppi, Árnessýslu. (1) Votlendisræma milli Hvítár og Vörðufells norður á móts við Iðu og suður að Fjalli. (2) Fjölbreytt gróðurfar og fuglalíf.

745. Kerhóll við Seyðishóla, Grímsneshreppi, Árnessýslu. (1) Kerhóll ásamt spildu umhverfis, sem afmarkast af vegum. Að suðvestan 400 m spilda út frá gígnum. (2) Tilkomumikill gjallklepragígur, ein af tólf eldstöðvum er mynduðu Grímsneshraun.

746. Kerið og Tjarnarhólar, Grímsneshreppi, Árnessýslu. (1) Kerið og Tjarnarhólarnir ásamt hrauntröðum norðvestan og sunnan við hólana. (2) Kerið er formfagur gígur nyrst í gjallgígaröðinni, sem eru Tjarnarhólar. Fallegar hrauntraðir. Vinsæll áningarstaður í þjóðbraut.

747. Alviðra og Sog, Ölfushreppi, Grafningshreppi, Grímsneshreppi, Árnessýslu. (1) Sog, með 200 metra spildu beggja vegna, frá ármótum Hvítár upp að Írafossvirkjun (Ýrufossvirkjun), ásamt Álftavatni öllu með eyjum, svo og mýrlendi vestan vatnsins. Þrastaskógur og allt land Alviðrustofnunar ásamt Öndverðarnesi I. (2) Fjölbreyttur gróður og fuglalíf. Kjörið útivistarsvæði.

748. Hraunbollar, Selfossi. (1) Bollar í Þjórsárhrauni við eystri sporð Ölfusárbrúar. (2) Sérkennilegir bollar í hrauni frá nútíma.

749. Bæjarvatn, Gaulverjabæjarhreppi, Árnessýslu. (1) Vatn í landi Gaulverjabæjar í Flóa. (2) Grunnt stöðuvatn. Sérstæður gróður.

750. Fjörur við Stokkseyri og Eyrarbakka, Stokkseyrarhreppi, Eyrarbakkahreppi, Árnessýslu. (1) Fjörur, grunnsævi og skerjagarður frá ósi Ölfusár austur að Baugsstaðasíki. (2) Fjölskrúðugar fjörur, sjávarfitjar og lón. Sérstætt lífríki.

751. Varmá og Ölfusforir, Ölfushreppi, Grafningshreppi, Árnessýslu. (1) Varmá frá upptökum ásamt Ölfusforum. Mörk svæðisins að vestan fylgja túnjöðrum frá Varmá að Hrauni ásamt Þurárhrauni. Að austan frá Varmá að Gljúfurá og suður með túnjöðrum að Ölfusá ásamt Arnarbæliseyjum, þaðan í vestur að Hrauni. (2) Ölfusforir eru víðáttumiklar, blautar engjar með miklu og fjölskrúðugu fuglalífi. Varmá hefur mikið vísindalegt gildi.

752. Hengilssvæðið, Ölfushreppi, Grafningshreppi, Árnessýslu. (1) Vatnasvið Grændals, Reykjadals og Hengladala ásamt Marardal og Engidal norðan Húsmúla. Að sunnan liggja mörk um Skarðsmýrarfjall, Orrustuhól og Hengladalsá að Varmá. (2) Stórbrotið landslag og fjölbreytt að jarðfræðilegri gerð, m.a. jarðhiti.

753. Eldborgir við Lambafell, Ölfushreppi, Árnessýslu. (1) Eldvörpin, hrauntraðirnar frá þeim ásamt hrauninu umhverfis. (2) Formfagrar eldstöðvar frá sögulegum tíma.

754. Eldborg undir Meitlum, Ölfushreppi, Árnessýslu. (1) Gígurinn og næsta nágrenni hans. (2) Stór gjallgígur.

755. Raufarhólshellir, Ölfushreppi, Árnessýslu. (1) Raufarhólshellir í Leitahrauni á Hellisheiði. (2) Alllangur og merkur hellir í hrauni frá nútíma.

756. Fjörumörk við Hjalla, Ölfushreppi, Árnessýslu. (1) Malarkambur suðvestur af Hjalla í Ölfusi. (2) Minjar um sjávarstöðubreytingar í lok ísaldar.

757. Hafnarnes við Þorlákshöfn, Ölfushreppi, Árnessýslu. (1) Svæðið sunnan byggðar í Þorlákshöfn vestur að Flesjum. (2) Útivistarsvæði í grennd við þéttbýli.

758. Stakkavík og Hlíðarvatn í Selvogi, Ölfushreppi, Árnessýslu. (1) Jörðin Stakkavík ásamt Hlíðarvatni. (2) Á svæðinu er að finna allar helstu gerðir lífsamfélaga á Reykjanesskaga.

759. Skálarheiði, Rauðhóll, Bunuhólar og Hálsagígir, Skaftárhreppi, V-Skaftafellssýslu. (1) Til austurs ræður lína sem hugsast dregin um Innra-Hrútafjall, Fremra-Hrútafjall og Holtsborg. Að öðru leyti afmarkast svæðið af línu úr 374 m hæðarpunkti í Hellnamýri í topp Kanafjalla og síðan eftir Lambshagaá til ármóta við Skaftá. Frá ármótum liggja mörkin í beina línu sem hugsast dregin um Árhól suður að þjóðvegi nr. 1 og fylgja síðan þjóðveginum til austurs að Dyngjum. (2) Fjölbreytt og fagurt landslag, ríkulegur gróður, skóglendi. Gjallgígaraðir frá nútíma. Rauðhóll er afar sérstakur rauður gjallgígur sem stendur um 80 m yfir umhverfið. Hálsagígir eru gjall- og klepragígar á um 3 km langri gígaröð frá nútíma.

760. Grænifjallgarður, V-Skaftafellssýslu. (1) Fjallgarðurinn á milli Tungnár og Eldgjár. Til norðvesturs ráða Tungná og austurmörk Friðlands að Fjallabaki. Til suðurs ræður lína úr Torfajökli austur í Svartahnúk. Til austurs og norðurs ráða norðvesturmörk svæðis nr. 706 og lína úr Gjátindi í Sveinstind og þaðan í Jökulvatn. (2) Stórbrotið og fjölbreytt landslag. Vinsælt útivistarsvæði. Æskilegt er að tengja svæðið Friðlandi að Fjallabaki.

761. Emstrur og Fjallabak, Rangárvallasýslu, V-Skaftafellssýslu. (1) Landsvæðið á milli svæðis nr. 730, og Friðlands að Fjallabaki annars vegar og Þórsmerkur og Mýrdalsjökuls hins vegar. Til vesturs ræður lína úr Jökulöldum um Þórólfsfell og Smáfjöll í Vondubjalla. Til austurs og norðurs ræður lína úr Öldufelli um Svartafell í Svartahnúk og þaðan í Torfajökul. (2) Stórbrotið og fjölbreytt landslag. Vinsælt útivistarsvæði. Æskilegt er að tengja svæðið Friðlandi að Fjallabaki.

762. Kálfshamar, Pöstin og Dysjarhóll, V-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu. (1) Klapparhólar framan við Hvammsnúp. (2) Klappir úr ankaramíti, sem er basalt með áberandi pýroxen- og ólivíndílum. Klappirnar setja sterkan svip á umhverfið og við Pöstina er tengd þjóðsaga.

763. Hrosshagavík, Biskupstungnahreppi, Árnessýslu. (1) Hrosshagavík og mýrlendi sunnan Reykjavalla. (2) Votlendi með miklu fuglalífi.

764. Skálholtstunga og Mosar, Biskupstungnahreppi, Árnessýslu. (1) Tungan milli Hvítár og Brúarár. Til norðurs og austurs ræður Kerslækur og lína úr honum um Brúnir í Hvítá rétt sunnan við Torfholt. (2) Víðlent lítt raskað votlendi með fjölbreytilegum gróðri og dýralífi. Jarðhiti við Þorlákshver þar sem skapast skilyrði fyrir sérstætt samspil jarðhita og gróðurs.

765. Selsflóð, Grímsneshreppi, Árnessýslu. (1) Votlendi neðan við brú yfir Brúará milli árinnar og þjóðvegar. Til suðurs markast svæðið af læk úr Mosfellsgili. (2) Lítt raskað votlendi með fjölbreyttum gróðri og fuglalífi.

766. Flatholt - Reiðholt, Grímsneshreppi, Árnessýslu. (1) Svæðið vestan við Brúará frá þjóðvegi norður að ræktuðu landi við bæinn Haga. Til vesturs markast svæðið af vegi að Haga. (2) Lítið spillt votlendi með fjölbreytilegum gróðri og fuglalífi.

767. Reykjanes, Grímsneshreppi, Árnessýslu. (1) Reykjanes utan ræktaðs lands. (2) Heillegt fjölbreytilegt votlendi. Þar finnst jarðhiti sem skapar skilyrði fyrir sérstætt gróðurfar. Mikið fuglalíf á öllum tímum árs.

768. Þorkelsholt-Hamrar, Grímsneshreppi, Árnessýslu. (1) Svæði utan ræktaðs lands á milli Þorkelsholts og bæjarins Hamra. Til vesturs markast svæðið af þjóðvegi og til austurs af Hvítá. (2) Víðáttumikið votlendissvæði, sem virðist að talsverðu leyti óskert.

769. Arnarholt og Arnarbæli, Grímsneshreppi, Árnessýslu. (1) Svæðið á milli Höskuldslækjar og Markakeldu. (2) Fagurt landslag við Hvítá undan Arnarholti. Áin þrengir sér þar í hvítfyssandi flúðum milli þriggja gróskumikilla hólma. Fallegt votlendi milli Arnarholts og klettaborga við Arnarbæli, þar sem áður voru áveitur.

770. Kálfshólar, Búrfells- og Hæðarendalækur, Grímsneshreppi, Árnessýslu. (1) Kálfshólar og lækirnir ásamt spildu meðfram þeim. Digrihóll. (2) Kálfshólar eru gjallgígar á stuttri sprungu vestan við Seyðishóla. Hæðarendalækur rennur í Búrfellslæk sem rennur í Sogið. Fallegir lækir í hraunjaðri í grennd við ört vaxandi sumarhúsabyggð. Digrihóll er gervigígamyndun í hrauninu úr Kálfshólum.

771. Laugarmýri og Bauluvatn (Baulutjörn ), Grímsneshreppi, Árnessýslu. (1) Laugarmýri, Bauluvatn og votlendi milli þess og Búrfells norðan við ræktað land. (2) Votlendið milli Búrfells og Bauluvatns er ein stærsta óspillta hallamýrin á svæðinu. Mikið fuglalíf.

772. Kringlumýri og umhverfi, Grímsneshreppi, Árnessýslu. (1) Mýrin ásamt nánasta umhverfi. (2) Smámýrarsund innilokuð af hrauni.

773. Villingavatn, Grafningshreppi, Árnessýslu. (1) Vatnið sjálft, votlendið umhverfis og aðdragandi þess. (2) Votlendi með fjölbreyttum gróðri og fuglalífi.

774. Kerin (Grýlupottar), Selfossi. (1) Kerin fjögur og nánasta umhverfi á tjaldsvæði bæjarins. (2) Sérkennilegar jarðmyndanir í Þjórsárhrauni, stærsta kerið er með hraunhvelfingu. Fræðslugildi.

775. Kaldaðarnesengjar og Kaldaðarneseyjar, Sandvíkurhreppi, Eyrarbakkahreppi, Árnessýslu. (1) Engjar og votlendi í Straumnesi og allt suður að Óseyrarnesi. Til austurs ræður ræktað land jarðanna Kaldaðarness, Hreiðurborgar og jarða í Flóagaflshverfi. (2) Fjölbreytt votlendi með gróskumiklum gróðri og fjölbreyttu fuglalífi.

776. Vötn, tjarnir og flóð við Stokkseyri, Stokkseyri, Árnessýslu. (1) Vötn, tjarnir og flóð norðan vegar nr. 33, frá vesturenda Hafliðakotsvatns austur á Stokkseyrarheiði. Hafliðakotsvatn og Selvatn ásamt mýrum á milli þeirra, Skerflóð, Laugadæl, Ásgautsstaðavatn og Kakkavatn vestan í Stokkseyrarheiði. (2) Fjölbreytilegt land með mörgum litlum vötnum og tjörnum. Gróðurfar er mjög fjölbreytt og margvíslegur vatnagróður í vötnunum. Auðugt og fjölbreytilegt fuglalíf.

777. Gamla-Hraun og nágrenni, Eyrarbakkahreppi, Árnessýslu. (1) Landspilda milli fjöru og vega nr. 33 og 34, vestan Hraunsár og austan Litla-Hrauns. (2) Fjölbreytt lífríki.

778. Fjörumörk vestan Þurárhnúks, Ölfushreppi, Árnessýslu. (1) Fjörukambar ofan við bæinn Þurá ofan við þjóðveg. (2) Fjörukambar, er sýna tvær til þrjár mismunandi sjávarstöður, m.a. um 6 m hæð yfir núverandi fjörumörkum. Hnullungafjöruborðin eru sýnileg vestur að Þóroddsstöðum og greinanleg austur fyrir Þurárhnúk þar sem sjá má lábarinn helli skammt frá hrauntröðinni næst hnúknum. Gleggstu minjar um sjávarstöðubreytingar í ísaldarlok á þessum slóðum